Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Page 127
125
að aðrir hafa ekki peningaráð til þess, svo kostnaðarsamt sem það er
orðið. Hreinlæti almennings tekur hægum framförum. Mér gengur bezt
:>ð trúa og vona, að alþýðuskólarnir muni vinna eitthvért verk þar.
En er láandi, þó að spurt sé: Er enn séð svo fyrir uppeldi og menningu
Kennaranna, að slíkt megi ske?
Fáskrúðsff. 2 íbúðarhús hafa verið reist í kauptúninu, talsvert var
gert að viðhaldi eldri húsa. Þrifnaði er víða ábóta vant. Alltaf ber
lalsvert á lúsinni. Salerni vantar víða.
Beruff. 1 steinhús var reist hér í þorpinu og er þó ekki fullbúið.
Ekkert hús byggt í sveitinni. Þrifnaði, eins og gerist og gengur, sums
staðar ábóta vant, einkum utanhúss, en víða er hann líka í góðu lagi.
Síða. Mér er kunnugt um, að endurbyggingu bæja hefur verið
trestað, og það þó að þörf virðist knýjandi. Munu útgjöldin við það
vaxa mönnum í augum, enda vafalaust injög dýrt hér að reisa hús á
þessum tímum, þegar flutningsgjaldið er 250 kr. á tonnið, eða ef ti!
vill meira nú. 1 lítið en vandað íbúðarhús var fullsmíðað á árinu. Þyrj-
að var á stóru íbúðarhúsi, og komst í verk að stevpa útveggi, en strand-
aði þar.
Mýrdals. Húsakynni og þrifnaður i góðu lagi.
Vestmannaeyja. Samkvæmt upplýsingum byggingarfulltrúans hafa
verið reist hér á árinu og tekin í notkun 15 ný hús, 12 þeirra eru
íbúðarhús, 1 verzlunarhús, 1 netagerðarhús og verkamannaskýli við
höfnina, sem var opnað til afnota i febrúar. i þessum 12 íbúðarhúsum
eru 17 íbúðir. f verzlunarhúsinu eru 2 ílniðir, eða samtals 19 íbúðir.
Stærð íbúða er frá 2 herbergjum upp í 4 herbergi og' eldhús. Öll húsin
gerð úr steinsteypu nema 1 íbúðarhús, sem er úr timbri. í smíðum eru
iiú 11 íbúðarhús með 15 íbúðum og verkamannabústaðir með 10 íbúð-
um, eða samtals 25 íbúðir. Auk þess eru í smíðum 1 verzlunar- og
iðnaðarhús, 2 stórbyggingar, hraðfrystistöð Einars Sigurðssonar, seni
þegar er tekin í notkun, og veiðarfærahús Helga Benediktssonar.
Óvenjumiklar framfarir hafa orðið á húsakynnum í héraðinu, eins og'
sést af framanrituðu. Vonandi, að haldast megi. Verkamannabústað-
irnir hafa ágæta lóð, eru á fallegum stað og verða hinir prýðilegustu.
Má jiað alla gleðja. Þrifnaður í héraðinu er svipaður og undanfarið,
stendur mikið til bóta.
Grímsnes. Nokkur íbúðarhús byggð, en færri hafa ráðizt i það en
þurft hefðu vegna manneklu og dýrtíðar.
5. Fatnaður og matargerð.
Læknum virðist koma saman uin, að mataræði fólks fari heldur
hatnandi, en sé þó of einhliða i sveitum, einkum veg'na erfiðleika þar
á að geyma nýmeti óskemmt. „Höfuðnauðsyn þessara sveita og ann-
arra“, segir einn héraðslæknirinn, „er að fá íshús eða frystihús til
geymslu matvæla." Vitnisburðir eru og samhljóða um, að fyrir betri
afkomu gangi almenningur snyrtilegar til fara en áður gerðist.
Læknar láta þessa getið:
Borgarff. Engar teljandi breytingar i þessum efnum.
Borgarnes. Það mun vera einsdæmi um sjávarkauptún hér á landi,