Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1942, Qupperneq 187
185
umbætui' á Reykjunesskólanum. í fyrru var ný heimavist Jjyggð. í ár
er verið að byggja nýja slvólastjórahúsið, en við það fjölgar skólastof-
um. Einnig er í uppsiglingu stórt leikfimislnis og við sundlaugina
búningsklefar og gufubað. Er ráðgert, að allt þetta verði tilbúið á
næsta ári.
Hólmavikur. Farskólar á ýmsum mismunandi heppilegum stöðum.
Barnaskólarnir á Hólmavík og Drangsnesi báðir orðnir of litlir og úr
sér gengnir. Stendur til að byggja nýjan skóla á Drangsnesi.
Blönduós. Skólastaðir mjög á reiki frá ári til árs í sveitunum, þar
sem ekki er um skólahús að ræða, og gerir það skólaeftirlitið nokkru
erfiðara, því að oft eru þeir ekki ákveðnir fyrr en jafnóðum. Hjálpar
þar að vísu allnáin kynning manns af svo uð segja hverjum bæ í hér-
aðinu eftir nokkurra ára dvöl. Skólahúsinu á Hólanesi var breytt all-
mikið á árinu, og má það nú teljast samiilegt, en var lélegt áður.
Sauðárkróks. Skólastaðir margir slæmir, þó að viðunandi séu taldir
eftir ástæðum, en nokkur hreyfing er nú að koma í sveitunum um
að byggja skólahús, en hver hreppur er þar að borast út af fyrir sig
í slað þess að sameinast uin byggingu á myndarlegu skólahúsi.
Ólafsfi. Lýsi var skólabörnunum gefið haustmisserið, og' var notað
fyrsta flokks meðalalýsi. Gekk vel að láta börnin taka það, en það
liafði oft g'engið illa áður, enda notað lýsi frá lifrarbræðsiu hér. Meðal-
hæðarauki í 1 ár var hinn sami sem árið áður, eða 5,8 sm, og meðal-
þyng'darauki einnig hinn sami, eða 8,5 kg, sem er, eins og ég' gat um
í síðustu ársskýrslu minni, mun meiri en á undanförnum árum.
Meðalhæðaraukinn á skólatímanum (7 mán.) var nú 2,7 sm, og er
hann nú venju fremur mikill. Meðalþyngdarauki á sama tíma var 2,2
kg. Verður útkoman hin sama og 1941, að börnin virðast nú þyngjast
nokkru jafnara allt árið, samanborið við undanfarin ár. Engar breyt-
ingar á skólahúsinu og það farið að gang'a mjög úr sér. Mikil þrengsli
og því kennt einnig í Góðtemplarasalnum. Leikfimi kennd í samkomu-
sal íþrótta- og kvenfélagsins við frekar erfiðar aðstæður og lítil áhöld.
Engin breyting var á Hringverskotsskólanum. Því miður ber á þak-
leka i því nýja húsi. Á Kleifum var kennt í sama húsnæði og undan-
farið. Þar er mikil hreyfing meðal ibúanna að koma sér upp skólaskýli.
Svarfdæla. Húsnæði skólanna óbreytt, frá því sem var síðast liðið ár.
Akureyrar. Auk aðalskólaskoðunar að haustinu var gerð læknis-
skoðun á vorskólabörnunum, strax og vorskólinn hófst, og síðan var
skólalæknir til viðtals í skólanum á miðvikudögum og föstudögum
annan þann tínia, er börnin sóttu skólann, og athugaði hann ætíð þau
börn, er þess þurftu með. I vetur var ekki hægt að veita börnum skól-
ans Ijóslækningar, eins og gert var veturinn áður, vegna þess að brenn-
arar Ijóslampa skólans voru útbrunnir, og ekki hafði tekizt að útvega
nýja brennara. Gagnsemi Ijóslækninga skólabarnanna á undanförnum
árum hefur verið svo auðsvnileg, að ekki hefur orðið mn hana deilt.
A skólaárinu voru börnunum gefnir 400 lítrar af þorskalýsi ásamt
gulrófum, svo lengi sem þær voru fáanlegar, en eftir það var gefið
rúgbrauð með lýsinu. Mjólk var lengi vel ekki hægt að gefa börnunum
vegna vöntunar á pelaglösum, sem notuð eru við mjólkurgjafirnar,
en er þessi glös konui, voru hafnar mjölkurgjafir, og eyddust 492 lítrar
24