Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Side 2
Finnborg Salome Steinþórsdóttir
og Gyða Margrét Pétursdóttir
Ábyrgar konur og sjúkir karlar
Birtingarmyndir nauðgunarmenningar
í íslensku samfélagi
Inngangur
Á undanförnum mánuðum og árum hafa konur stigið fram og rofið þögnina
um kynferðislega áreitni, nauðganir og annað kynferðislegt og kynbundið
ofbeldi. Mikill fjöldi kvenna hefur sagt sögu sína undir myllumerkinu (#)
#höfumhátt1 og #metoo.2 Sögur kvenna gefa til kynna að kynferðislegt ofbeldi
sé útbreiddur vandi. Það rímar við niðurstöður rannsókna sem sýna háa tíðni
kynbundins ofbeldis3 og kynferðislegrar áreitni,4 sem og mikla ásókn í stuðn-
ingsúrræði fyrir brotaþola.5 Segja má að það hafi átt sér stað vitundarvakning
gegn nauðgunarmenningu (e. rape culture). Nauðgunarmenning hefur verið
skilgreind sem menning sem ýtir undir og viðheldur kynferðislegu ofbeldi
1 Kvenréttindafélag Íslands, „#höfumhátt“, kvenrettindafelag.is, 15. september 2017,
sótt 8. apríl 2019 af http://kvenrettindafelag.is/2017/hofumhatt/.
2 Hugrún R. Hjaltadóttir, „#Metoo á Íslandi“, jafnretti.is, 18. desember 2017, sótt 8.
apríl 2019 af https://www.jafnretti.is/is/um-jafnrettisstofu/frettir/metoo-a-islandi.
3 Elísabet Karlsdóttir og Ásdís A. Arnalds, Rannsóknir á ofbeldi gegn konum: Reynsla
kvenna á aldrinum 18-80 ára á Íslandi, Reykjavík: Rannsóknastofnun í barna- og
fjölskylduvernd og Félags- og tryggingamálaráðuneytið, 2010, bls. 28.
4 „Nær 40% kvenna orðið fyr ir of beldi“, mbl.is, 8. mars 2019, sótt 8. apríl 2019 af
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/03/08/naer_40_prosent_kvenna_ordid_
fyrir_ofbeldi/.
5 Stígamót, Ársskýrsla Stígamóta 2017, Reykjavík: Stígamót, 2018. Sunna Valgerðar-
dóttir, „Nauðganir verða sífellt grófari“, RÚV, 22. apríl 2017, sótt 8. apríl 2019 af
http://www.ruv.is/frett/naudganir-verda-sifellt-grofari.
Ritið
1. tbl. 19. árg. 2019 (15–40)
Ritrýnd grein
© 2019 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundar greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.19.1.2
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).