Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Qupperneq 4
ÁBYRGAR KONuR OG SjÚKIR KARLAR
17
beita valdi og niðurlægja konur heldur einnig að styrkja stöðu sína og tengsl
innan karlahópsins.8 Vísbendingar um slíka tengslamyndun og hvernig kon-
um er haldið undirskipuðum af körlum á Íslandi koma fram í rannsóknum
á kynferðiseinelti í íslenskri skólamenningu,9 kynferðisofbeldi í samböndum
unglinga,10 vinnumenningu og kynjatengslum lögreglunnar11 og kynferðis-
legri áreitni hjá Reykjavíkurborg og Háskóla Íslands.12
Brownmiller setti fram þá kenningu að ofbeldi gegn konum væri undir-
staðan að yfirráðum karla yfir konum. Það nauðga ekki allir karlar en sú
staðreynd að einhverjir geri það er nóg til þess að konum finnist sér ógnað.
Þar af leiðandi hefur nauðgun áhrif á allar konur13 og samfélagið allt: Þau
sem beitt eru ofbeldi, fjölskyldu og vini brotaþola sem upplifa ýmiss konar
streitu, fjölskyldu og vini geranda sem oft upplifa skömm og reiði og með-
limi nærsamfélagsins sem upplifa sig síður örugga.14
Ógn leiðir af sér ótta, en ótti kvenna við nauðganir er veigamikill þáttur í
nauðgunarmenningu. Óttinn við nauðganir hamlar konum og skerðir frelsi
þeirra, og á því þátt í að viðhalda undirskipaðri stöðu kvenna í samfélaginu.15
8 Michael Flood, „Men, sex and homosociality: How bonds between men shape their
sexual relations with women“, Men and Masculinities, 10: 3/2008, bls. 339-359, hér
bls. 340-341.
9 Rannveig Á. Guðjónsdóttir og Gyða M. Pétursdóttir, „Kynferðiseinelti og mótun
kvenleikans í íslenskri skólamenningu“, Tímarit um uppeldi og menntun 27: 1/2018,
bls. 43-64, hér bls. 57-58.
10 Rannveig Á. Guðjónsdóttir og Gyða M. Pétursdóttir, „Reynsla kvenna af
kynferðisofbeldi í nánu sambandi á unglingsárum: Berskjöldun og áhrif á
skólagöngu“, Netla - veftímarit um uppeldi og menntun, Menntavísindasvið Háskóla
Íslands, 2017, sótt 8. apríl 2019 af http://netla.hi.is/greinar/2017/ryn/14.pdf.
11 Finnborg S. Steinþórsdóttir og Gyða M. Pétursdóttir, „Preserving Masculine
Dominance in the Police Force with Gendered Bullying and Sexual Harassment“,
Policing: A Journal of Policy and Practice 12: 2/2018, bls. 165-176, hér bls. 171-172.
12 Thomas Brorsen Smidt, Klámvæðing er kynferðisleg áreitni, Reykjavík:
Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar og MARK - Miðstöð margbreytileika og
kynjarannsókna við Háskóla Íslands, 2012.
13 Susan Brownmiller, Against our will: Men, women and rape, New York: Bantam
Books, 1975, bls. 15.
14 Mary P. Koss, „The RESTORE program of restorative justice for sex crimes: Vision,
process and outcomes“, Journal of Interpersonal Violence 29: 9/2014, bls. 1623-1660,
hér bls. 1624.
15 Finnborg S. Steinþórsdóttir og Gyða M. Pétursdóttir, „Það er svo óþolandi að
maður þurfi að sætta sig við það að maður þurfi í raun að gera ráð fyrir að þetta
geti gerst! um áhrif nauðgunarmenningar á daglegt líf kvenna“, Þjóðarspegillinn
XV: Rannsóknir í félagsvísindum – Stjórnmálafræðideild, ritstj. Silja Bára Ómarsdóttir,
Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, 2014, bls. 1-9, hér bls. 7-8.