Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Page 10
ÁBYRGAR KONuR OG SjÚKIR KARLAR
23
ferðislegt ofbeldi gegn konum virðist gegnumsýra allt samfélagið eins og
kom fram í samræðum milli Karls, Ara og Björns:
Karl: Við vorum að ræða þetta um daginn og, strákar sko, nú
eigum við sameiginlegan allir vinkonuhóp. Basically [í grundvall-
aratriðum] get ég sagt það að örugglega 80% af stelpum sem ég
umgengst, af öllum normum og ónormum, og öllum skala af fólki,
ég held þær hafi allar einhverja sögu af kynferðislegu ofbeldi að
segja. Örugglega upp á hár hver ein og einasta sko. Mismunandi
stærðargráðum auðvitað. En allar sem eru yfir tvítugt hafa eitthvað
svona...
Ari: Ég var í matarboði um daginn, þá var vinkona mín sem sagði
mér að allar vinkonur hennar hefðu lent í einhverju kynferðislegu
ofbeldi.
Björn: Allar mínar kærustur hafa lent í einhverju, eins og hann
[Karl] segir þá misgrófu.
Í þessum samræðum lýsa karlarnir hversu margar konur í kringum þá hafa
orðið fyrir kynferðisofbeldi eða nauðgun. Ásókn í stuðningsúrræði fyrir
brotaþola nauðgana undirstrikar hversu algengt er að konur séu beittar
kynferðislegu ofbeldi. Árið 2017 leituðu 453 einstaklingar aðstoðar Stíga-
móta í fyrsta skipti vegna eigin mála og árið 2015 leituðu 169 brotaþolar
til Neyðarmóttöku Landspítalans, en mikill meirihluti brotaþola er konur,
88-95%.41
Önnur birtingarmynd normalíseringar kynferðisofbeldis í íslensku sam-
félagi eru nauðganir á útihátíðum, m.a. í kringum verslunarmannahelgi.
Þóra kemur inn á hvernig svo virðist sem nauðganir séu óhjákvæmilegur
fylgikvilli slíkra skemmtana:
Mér finnst bara svona eins og það sé verið að gera ráð fyrir því
að stelpum verði nauðgað. Eins og þetta sé bara eðlilegt. Það er
eiginlega þannig í öllum fréttum sem ég hef lesið, og þá fæ ég alltaf
þessa tilfinningu eins og maður bara bíður eftir að sjá, hvað verða
þær margar? Sem er mjög scary [ógnvekjandi]!
Allir þátttakendur voru uggandi yfir umfjöllun um nauðganir á útihátíðum,
41 Stígamót, Ársskýrsla Stígamóta 2017, bls. 28. Sunna Valgerðardóttir, „Nauðganir
verða sífellt grófari“.