Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 17
FINNBORG SALOME OG GYÐA MARGRÉT
30
það sé algengt að brotaþolar spegli sig í mýtunni um „alvöru nauðgun“ og
eigi erfitt með að sætta sig við það að „vinur“, „maki“ eða „yndislegur ein-
staklingur“ geti nauðgað.67
Það var algengt að þátttakendur flokkuðu nauðganir samkvæmt mati
þeirra á alvarleika brotsins sem þá jafnframt endurspeglaði samfélagslegar
hugmyndir. Þeir gerðu lítið úr þeim nauðgunum sem samræmdust ekki hug-
myndinni um „alvöru nauðgun“, s.s. nauðgunum í samböndum og þar sem
brotaþoli er karl. Þetta birtist í orðum Lóu þegar hún gerir greinarmun á
„grófri“ nauðgun og minna grófum nauðgunum:
Þetta er alveg, það er verið að halda þér [..] og það hefur alveg átt
sér stað eitthvað svona, þú veist, miklu miklu meiri árás… eða ég
veit ekki hvernig ég á að orða það.
Þau sem starfa í réttarvörslukerfinu eru ekki ónæm fyrir rótgrónum sam-
félagshugmyndum, þetta birtist m.a. í háu hlutfalli lögreglufólks sem telur
að konur ljúgi til um nauðganir.68 Þó brotaþolar séu líklegri til þess að til-
kynna nauðganir sem endurspegla mýtuna þá er ekki ólíklegt að fulltrúar
réttarvörslukerfisins, s.s. dómarar og lögmenn, séu mótaðir af mýtum sem
eru ráðandi í samfélaginu.69 Slík viðhorf hafa birst í ummælum nokkurra
fulltrúa réttarvörslukerfisins í fjölmiðlum. Fulltrúarnir gera m.a. lítið úr
reynslu brotaþola,70 áfallastreituröskun og mati sálfræðinga.71
Sérfræðingurinn sagði að líkamlegir áverkar séu „það eina sem gildir“ til
þess að mál fái framgang innan réttarvörslukerfisins. Þó telur hún það oft
ekki nóg til þess að ákært sé í málinu. Anna Magga hafði mikla áverka eftir
nauðgun, þrátt fyrir það náði mál hennar ekki framgangi innan réttarvörslu-
67 Sjá einnig Kristlín Dís, „Nauðgun af gáleysi: Hvað á að gera ef vinur manns
nauðgar?“, Stundin, 27. febrúar 2019, sótt 8. apríl 2019 af https://stundin.is/
grein/8415/naudgun-af-galeysi/.
68 Lesley McMillan, „Police Officers’ Perceptions of False Allegations of Rape“, bls.
3-4.
69 Sjá einnig Þórhildur Sæmundsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir, „„Hún reyndi ekki
að kalla á hjálp…“: Greining á niðurstöðum Hæstaréttar í nauðgunarmálum“, bls.
92-94.
70 Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, „Fjórum nauðgað á sama staðnum“, DV, 16. ágúst
2010, bls. 9. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, „Sakborningur nýtur alltaf vafans“, DV,
29. september 2010, bls. 12-13. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ,,Hann verður að
hafa ásetning”, DV, 1. október 2010, bls. 20-22.
71 jón Steinar Gunnlaugsson, „Mál af þessu tagi“, Tímarit Lögréttu 5: 2/2008, bls. 97-
109. Brynjar Níelsson, „Áfallastreituröskun og sönnun sektar“, mbl.is, 11. febrúar
2010, sótt 8. apríl 2019 af https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1321783/.