Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Page 18
ÁBYRGAR KONuR OG SjÚKIR KARLAR
31
kerfisins. Hún hafði samband við rannsakanda þegar kæra hennar var felld
niður hjá ríkissaksóknara. Ástæðan sem henni var gefin var að „áverkar gætu
stafað af langdregnum og harkalegum samförum og því stæði eingöngu orð
gegn orði“ eins og fram kom í bréfi embættisins. Það að konur hljóti áverka
af samförum gefur til kynna að ofbeldisfullt kynlíf sé félagslega samþykkt.
Það gefur ennfremur vísbendingar um að ofbeldi gegn konum sé normal-
íserað, og hversu langt er gengið í því að afsaka gjörðir gerenda.72
Gerandi afsakaður
Gerandi er oft fjarverandi í umfjöllun um nauðganir og annað kynferðisof-
beldi, t.d í fjölmiðlum.73 Þegar rætt var um ábyrgð geranda á nauðgunum, þá
var algengt að þátttakendur leituðu leiða til að afsaka ofbeldið, annars vegar
að nauðgunin byggðist á misskilningi eða óskýrum samskiptum á milli fólks
og hins vegar með því sem kallað er sjúkdómsvæðing (e. medicalization).74
Algengt var að fjallað væri um nauðgun sem kynlíf þar sem eitthvað gerðist
„óvart“ - en ekki sem ofbeldi. Þetta birtist m.a. í orðum Þóris í umræðum
um nauðganir þar sem gerandi og brotaþoli hafa áður haft kynferðislegt
samneyti:
Það myndi ekki skipta máli en ég myndi íhuga miklu meira og
reyna að setja mig í spor [ofbeldismannsins]. Þá myndi maður
meira hugsa, fór eitthvað rosa mikið úrskeiðis eða hvað gerðist
eiginlega. Ætlaði hann að gera þetta? Eða þú veist, var þetta alveg
óvart hjá honum eða?
Ef skýringin um misskilning gekk ekki upp var ofbeldismaðurinn sjúkdóms-
væddur. Með sjúkdómsvæðingu er hegðun álitin vera sjúkdómur, og þar af
leiðandi er gerandinn ekki álitinn ábyrgur fyrir „ástandi sínu“. Sjúkdóm-
svæðing vísar til þess þegar samfélagsleg viðfangsefni eru skilgreind eða
meðhöndluð sem læknisfræðileg vandamál, þó svo þau séu ekki þess eðlis.
Með sjúkdómsvæðingu er sjónum beint að einstaklingum í stað þess að rýna
í kerfið sem mótar einstaklingana.75 Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að
konur og karlar sjúkdómsvæða með ólíkum hætti og í ólíkum tilgangi, konur
72 Sjá einnig Rannveig Sigurvinsdóttir, „„Þú veist þú vilt það“: Skýringar á
kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlum“, bls. 160.
73 Sjá m.a. Sunna Valgerðardóttir, „Nauðganir verða sífellt grófari“.
74 Peter Conrad, The medicalization of society: On the transformation of human conditions
into treatable disorders, Baltimore: john Hopkins university Press, 2007, bls. 4.
75 Sama heimild, bls. 4-8.