Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Page 22
ÁBYRGAR KONuR OG SjÚKIR KARLAR
35
Þegar ofbeldismenn eru gerðir að skrímslum eru litlar líkur á því að ger-
endur vilji gangast við því að vera slík skrímsli og hvað þá þeir sem standa
ofbeldismönnunum næst. Þar af leiðandi beinast spjótin að brotaþola og
freistandi að skjóta sendiboðann eins og sagt er, og um leið færumst við sem
samfélag fjær því að geta brugðist við nauðgunum án þess að jaðarsetja eða
útskúfa þolendum eða gerendum.
Umræður og lokaorð
Markmið þessarar umfjöllunar er að varpa ljósi á birtingarmyndir nauðgun-
armenningar á Íslandi. Helstu einkenni nauðgunarmenningar eru normal-
ísering á kynferðislegu ofbeldi og orðræða sem setur ábyrgðina á brotaþola,
dregur brotin í efa og afsakar gjörðir ofbeldismanna. Þessar birtingarmyndir
ríma við kenningar Buchwald, Fletcher og Roth um nauðgunarmenningu.81
Tíðni kynferðisbrota og aðgerðarleysi ríkisvaldsins varpa ljósi á hvernig
nauðganir eru normalíseraðar. Samfélagið er meðvitað um að vandamál sé
til staðar og á sama tíma er lítið gert til að sporna við því; litið er á nauðganir
sem umflýjanlegar. Vandinn er kynbundinn, þar sem konur eru meirihluti
brotaþola og karlar meirihluti gerenda. Þessi valdatengsl viðhalda kerfis-
bundinni undirskipun kvenna í samfélaginu.82 Ein af hverjum átta konum
hefur orðið fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar,83 en nauðganir hafa
áhrif á allar konur og viðhalda undirskipaðri stöðu þeirra í samfélaginu.84
Normalísering á kynferðislegu ofbeldi ýtir undir ótta kvenna, þær óttast
ekki aðeins að verða fyrir nauðgunum heldur einnig sinnuleysi réttarvörslu-
kerfisins og samfélagsins.
Ríkjandi hugmyndir sem komu fram í rannsókninni passa við kenningar
Berns um tvær helstu viðnámsorðræður kynjakerfisins, annars vegar hvernig
vandamálið er afkynjað og hins vegar hvernig ábyrgðin er kynjuð.85 Horft
er fram hjá því að kynferðislegt ofbeldi er kynjað fyrirbæri sem byggist á
valdamun. Í stað þess að ráðast að rót vandans þá viðhalda þessar hugmyndir
vandanum og réttlæta kynferðislegt ofbeldi gegn konum, færa ábyrgðina á
nauðgun frá ofbeldismanninum yfir á brotaþola og gera lítið úr kynferðis-
legu ofbeldi og ábyrgð ofbeldismanna sem eru álitnir sjúkir og þar með ekki
81 Emilie Buchwald o.fl., Transforming a rape culture, bls. xi.
82 Sylvia Walby o.fl., Stopping Rape, bls. 8.
83 Elísabet Karlsdóttir og Ásdís A. Arnalds, Rannsóknir á ofbeldi gegn konum, bls. 28.
84 Susan Brownmiller, Against our will, bls. 15.
85 Nancy Berns „Degendering the problem and gendering the blame“, bls. 262-263.