Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Síða 33
GUðRÚn STEInÞóRSDóTTIR
46
Þó bókin Ég heiti Ísbjörg. Ég er ljón sé ekki byggð á lífi Vigdísar er engu að
síður ljóst að kveikjuna að skáldsögunni má finna í raunverulegum atburðum
en í öðru máli – þar sem aðrar persónur komu við sögu – en í Dísusögu.16 Þó
er athyglisvert hve áþekkar lýsingarnar á nauðgun á barni eru í bókunum
Dísusaga og Ég heiti Ísbjörg. Ég er ljón en sú staðreynd gefur tilefni til þess að
skoða söguna um Ísbjörgu í öðru og nýju ljósi.17 Dísusaga orkar sumpart eins
og lykill að mörgum fyrri verkum Vigdísar; til dæmis er líklegt að lesendur
hennar sjái umhugsunina um vald og valdaleysi – sem er eins og rauður
þráður í gegnum verk hennar18 – á annan hátt en áður og skilji betur hvers
vegna hún hefur börn gjarnan í aðalhlutverki,19 ekkert er nefnilega um
komulausara en barn svo ekki sé talað um barn sem beitt hefur verið ofbeldi.
nauðgunin er tráma í lífi Vigdísar. Hún er atburður sem umlykur allt og
breytir öllu. Sjálf tók Vigdís þá ákvörðun að þegja yfir ofbeldinu áratugum
saman sem varð til þess að það lifði hvergi nema innra með henni sjálfri.20
Afleiðingarnar eins og þeim er lýst í Dísusögu eru klofningur Vigdísar í tvær
persónur, Dísu og Vigdísi Gríms. (sem iðulega er kölluð Gríms í sögunni)
en þær eiga í stöðugri baráttu hvor við aðra um að tjá sig og vera til. Dísa
og Gríms eru báðar sögumenn í verkinu. Þær eru hliðstæður og andstæður;
þær hafa ólíkar hugmyndir og skoðanir, eru gjarnan ósammála en vega þó
hvor aðra upp. Þær eiga það sameiginlegt að vera hýstar í kroppi Vigdísar
Grímsdóttur og lifa fyrir vikið að einhverju leyti í einkaheimi hennar. Vig
dís bókarinnar – regnhlífin sem nær yfir persónurnar Dísu og Gríms – er
auðvitað sviðsett þó nafn skáldkonunnar verði notað hér. Samkvæmt þeim
stöllum, Dísu og Gríms, hefur Gríms skrifað allar bækur sem Vigdís Gríms
dóttir er skráð fyrir en í Dísusögu, gefst Dísu í fyrsta skipti kostur á að skrifa
sína sögu en þá með stöðugum framígripum Gríms.
Sagan er einkum samræður Dísu og Gríms en þó skrifuð í bréfaformi
16 Vigdís Grímsdóttir, munnleg heimild, 22. febrúar 2019.
17 Lýsingarnar eiga það sammerkt að árásarmaðurinn/mennirnir er ókunnugur/
ókunnugir og nauðgunin á sér stað í verkfæraskúr/kofa. Vigdís Grímsdóttir, Ég heiti
Ísbjörg. Ég er ljón, Reykjavík: Iðunn, 1989, bls. 93–97 og Vigdís Grímsdóttir, Dísu-
saga, bls. 128.
18 Sbr. sögurnar Stúlkan í skóginum (1992), Þögnin (2000) og Trúir þú á töfra? (2011).
19 Sbr. Kaldaljós (1987), Grandavegur 7 (1994), Þögnin (2000), Trúir þú á töfra? (2011),
Frá ljósi til ljóss (2001) og Hjarta, tungl og bláir fuglar (2002).
20 Í Dísusögu kemur fram að Vigdís hafi fyrst sagt föðursystur sinni Unni frá ofbeldinu
áratugum eftir að glæpurinn var framinn. Vigdís Grímsdóttir, Dísusaga, bls. 125 og 128.