Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Síða 38
„SAMBýLISKOnUR […] Í SAMA KROPPI, Í SAMA HöFðI, Í SAMA BLóðI“
51
Tráma
Sársaukafull reynsla eins og nauðgunin sem lýst er í Dísusögu er meðal þess
sem telst vera trámatískur atburður.30 Tráma er sálrænt áfall en það hefur
verið skilgreint sem svo að „reynsla verði áfall þegar menn ná ekki að skilja –
þ.e. ná ekki að sundurgreina (e. dissociate) – alla þætti hennar“.31 Samkvæmt
Bessel A. van der Kolk og Alexander C. McFarlane er það óhjákvæmilegt að
menn upplifi tráma en engu að síður er afar misjafnt hvernig menn vinna
úr þeirri reynslu. Á meðan sumum tekst í krafti sköpunarhæfni og sveigjan
leika að laga sig að hræðilegum aðstæðum verða aðrir háðir trámanu og geta
þróað með sér áfallastreituröskun (e. post–traumatic stress disorder (PTSD));32
en hún hefur verið skilgreind á þá leið að persóna „reyndi, varð vitni að eða
mætti atburði eða atburðum sem fólu í sér raunverulegan eða yfirvofandi
dauða, alvarlegan skaða eða ógnun við heilsu persónunnar sjálfrar eða ann
arra“.33 Þrátt fyrir hæfni mannsins til að lifa af og aðlagast getur tráma
tísk reynsla breytt sálfræðilegu, líffræðilegu og félagslegu jafnvægi hans afar
mikið því minningin um einn ákveðinn atburð, trámað, verður allsráðandi
og kemur í veg fyrir að hann geti notið líðandi stundar.34
Það er afar misjafnt hvernig menn bregðast við tráma og túlka það en það
fer meðal annars eftir aldri og fyrri reynslu. Þó er ljóst að trámatísk reynsla
30 Sem dæmi um trámatíska atburði eru líkamsárásir, kynferðislegt ofbeldi, stríð,
slys, alvarleg veikindi, náttúruhamfarir og að sjá einhvern nákominn sér láta lífið.
Sbr. t.d. Bessel A. van der Kolk, „Posttraumatic stress disorder and the nature of
trauma“, Dialogues in clinical neuroscience 2: 1/2000, bls. 7–22, hér bls. 7.
31 Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, „óvistlegar herbergiskytrur“, Hug/raun, Reykjavík:
Háskólaútgáfan, 2015, bls. 111–132, hér bls. 129.
32 Bessel A. van der Kolk og Alexander C. McFarlane, „The Black Hole of Trauma“,
Traumatic Stress: The Effects of Overwhelming Experience on Mind, Body, and Society,
ritstj. Bessel A. van der Kolk, Alexander C. McFarlane og Lars Weisaeth, 1996, bls.
3–23, hér bls. 3.
33 Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, „óvistlegar herbergiskytrur“, bls. 129. Lýsingin
er bein þýðing Bergljótar Soffíu úr grein eftir Bessel A. van der Kolk, James
W. Hopper og Janet E. Osterman en á ensku hljómar hún svona: „the person
experienced, witnessed or was confronted with an event or events that involved
actual or threatened death or serious injury, or a threat to the physical integrity of
self or others“. Bessel A. van der Kolk, James W. Hopper og Janet E. Osterman,
„Exploring the nature of Traumatic Memory: Combining Clinical Knowledge with
Laboratory Methods“, Trauma and Cognitive Science: A Meeting of Minds, Science and
Human Experience, ritstj. Jennifer J. Freyd og Anne P. DePrince, new York: The
HaworthMaltreatment og Trauma Press 2001, bls. 9–32, hér bls. 11.
34 Bessel A. van der Kolk og Alexander C. McFarlane, „The Black Hole of Trauma“,
bls. 3–4.