Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Síða 51
GUðRÚn STEInÞóRSDóTTIR
64
[s]ínu og fá til dæmis að blæða fyrir að hafa ekki tekið réttar ákvarðanir“ (154).
Staða hennar, þ.e. að henni hefur verið haldið niðri, hefur með öðrum orðum
haft áhrif á að hún hefur ekki fengið tækifæri til að finna til samviskubits.
Dísa segir einnig frá því að finni hún til neikvæðrar samlíðunar með öðrum
reyni hún að gera allt sem í hennar valdi stendur til að bægja þeirri líðan frá
sér „[v]egna þess að [hún] […] hef[ur] séð með eigin augum og fundið á eigin
skinni hversu tærandi það er að langa til að breyta því sem enginn fær breytt“
(154). Og bætir síðar við nánari útskýringu á því hvað hún á við:
Við sem gistum katakombur hugans, felubörn ljóssins og glæp
anna, við verðum að sjást og finnast til að geta leyft okkur lúxus
samviskubits og þunglyndis. Við sem berum bagga þöggunarinnar
vitum að það bætir ekkert að velta sér upp úr hlutunum,
að óheilbrigð samkennd gerir illt verra,
að sektarkenndin er flótti frá staðreyndum,
að sorgin lamar viljann,
að þyngslin hamla,
að deyfðin drepur,
að neyðin kennir ekki naktri konu að spinna,
að gleðin er eina vopnið gegn myrkrinu,
að gleðin er sterkasta aflið í óréttlátum heimi,
að gleðin færir mann nær sáttinni við dauðann,
að gleðin er sterkasta afl heimsins. (154–155)
Orð Dísu sýna að staða hennar í tilverunni, sú staðreynd að hún deilir kroppi
með Gríms, hefur haft þau áhrif að hún hefur fengið að finna fyrir vissri
upplifun – sbr. samviskubit Gríms og afleiðingum þess – án þess þó að hafa
átt upptökin að þeirri líðan sjálf. Vegna þess hve sjaldan Dísa hefur fengið
tækifæri til að vera í líkamsplássinu hefur hún lært að nýta tímann vel, njóta
hverrar stundar og halla sér frekar að gleðinni en því sem miður fer. Lífsvið
horf Dísu rímar því ágætlega við kenningar hugrænnar atferlismeðferðar56
um leið og hún vitnar um stríðandi átök sjálfsins, gleðin tengist því bælda en
þyngslin röddinni sem fengið hefur að hljóma.
56 Sú meðferð er tvíþætt. Annars vegar felst hún í því að menn læra að þekkja ósjálfráðar
neikvæðar hugsanir og taka þær til gagnrýninnar skoðunar, þ.e.a.s. skaðlegar rangar
hugsanir eru afhjúpaðar og felldar með rökum. Hins vegar eru borin kennsl á
háskalega hegðun og henni breytt meðvitað vegna þess að hún er óskynsamleg.
Magnús Blöndahl Sighvatsson, Hafrún Kristjánsdóttir, Engilbert Sigurðsson og
Jón Friðrik Sigurðsson, „Gagnsemi hugrænnar atferlismeðferðar við lyndis- og
kvíðaröskunum hjá fullorðnum“, Læknablaðið 97: 11/2011, bls. 613619.