Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Síða 53
GUðRÚn STEInÞóRSDóTTIR
66
írónísk því þau ýta undir að lesendur hugsi um Dísu og Gríms sem tvær
ólíkar manneskjur með sitthvorn búkinn og ólík andlit þegar staðreyndin
er auðvitað sú að þær eru líkamssystur sem hafa sömu ásýndina og sömu
beinin.
Dísa ræðir reglulega um þunglyndi Gríms en það tengir hún svarta litn
um/klæðnaðinum. Það er ekki óvænt því „myrkur“ eða „sorti“ er sú líking
sem algengast er að menn noti þegar þeir lýsa þunglyndi.58 Líkingin vísar
til þess að þeim þunglynda finnst að hann lifi í myrkri eða í heimi án birtu,
hann sér ekki fram úr aðstæðum og upplifir vanmátt og einangrun.59 Sjálf
segist Dísa aldrei klæðast svörtu heldur standi hún með sjálfri sér og klæði
sig glatt en gulur er hennar eftirlætis litur.60 Það kemur ekki á óvart því
hann er sá litur sem er sá bjartasti sem augað nemur og hefur meðal annars
verið tengdur gleði, bjartsýni, orku og sköpunarhæfni – það er öllum þeim
kostum sem Dísa leggur áherslu á að einkenni hana en hafi verið haldið niðri
af Gríms.61 Hugtakslíkingin jákvætt er birta/gult; neikvætt er myrkur/svart
einkennir allan málflutning Dísu því hún notar markvisst litina svartan og
gulan til að sýna muninn á þeim stöllum og ólíka samfélagsstöðu þeirra.62
Það er rökrétt að Dísa tengi svarta litinn neikvæðum þáttum í fari Gríms
vegna valdaójafnvægisins sem ríkt hefur á milli þeirra. Með umtalinu um
svarta litinn afhjúpar Dísa bæði þverstæðuna sem einkennir samfélagið og
óöryggi Gríms gagnvart því. Á sama tíma og Gríms reynir að fela leyndar
mál þeirra stallna og haga sér eins og samfélagið ætlast til af henni er hún
58 Dagný Kristjánsdóttir, „Hugsýki“, Undirstraumar, Reykjavík: Háskólaútgáfan,
1999, bls. 326–342, hér bls. 339–340.
59 Sjá t.d. sama heimild, bls. 340; George Lakoff, Jane Espenson og Alan Schwartz,
Master Metaphor List, Second Draft, Berkeley: University of California, október
1991 [ágúst 1989], hér bls. 193; C.R. Snyder, „Hope and depression: A light in the
darkness“, Journal of social and clinical psychology, 23: 3/2004, bls. 347–351, hér bls.
348.
60 Vigdís Grímsdóttir, Dísusaga, bls. 163.
61 Sbr. WeiLun Chang og HsiehLiang Lin, „The impact of color traits on corporate
branding”, African Journal of Business Management 4: 15/2010, bls. 3344–3355, hér
bls. 3346–3350.
62 Bókarkápa sögunnar er tvískipt. Efri hluti hennar er gulur en sá neðri svartur. Á gula
hlutanum er mynd af ungri brosandi stúlku en á þeim svarta er dökk og dulúðleg
mynd af hálfu andliti Vigdísar Grímsdóttur á hvolfi. Á gula partinum standa svartir
stafir sem mynda orðið DÍSU en inni í hverjum þeirra er gulur stafur sem saman
mynda orðið SAGA. Áhersla er þar með lögð á tvískiptinguna, eða klofninginn:
kápan og titillinn er klofinn rétt eins persónan Vigdís í Dísu og Gríms. Sbr. Þórdís
Edda Jóhannesdóttir, „Eins og gult og svart“, Spássían – á vefsíðu, 2013. Ritdómurinn
er ekki lengur aðgengilegur á internetinu en hér er vísað í hann með leyfi höfundar.