Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Page 60
„SAMBýLISKOnUR […] Í SAMA KROPPI, Í SAMA HöFðI, Í SAMA BLóðI“
73
Raddirnar tvær eru þó ekki dæmi um ranghugmyndir eða einkenni klofinna
persónuleika því eins og Dísa bendir á hafa þær stöllur alltaf vitað hvor af
annarri:
Í köflunum hér á undan hef ég vissulega verið að tína til dæmi um
ólíka persónuleika okkar Gríms. Það gerði hún líka sjálf í sínum
kafla. Og kannski veistu nú þegar það sem langmestu máli skiptir
fyrir persónuheildina okkar. Þetta: að þrátt fyrir allt og allt þá
höfum við Gríms alltaf vitað hvor af annarri og þá gildir einu hvað
hefur gerst í lífi okkar. Svona hefur þetta verið allar götur síðan
hún ruddist inn í bernsku mína fyrir fimmtíu árum. önnur okkar
hefur sem sé sjaldan farið í eitt allsherjar blakkát þegar hin situr
undir stýri og stjórnar, einsog títt er um þá sem í sálfræðibókum
og bíómyndum hafa verið kallaðir klofnir persónuleikar. Við vitum
alltaf hvor af annarri og auðvitað ætti því að ríkja jafnvægi á milli
okkar. (138)
Til viðbótar við orð Dísu má minna á að séu kenningarnar um samræðu
sjálfið og tveggjastóla samræðuna hafðar í huga er samtal tveggja radda
sama einstaklingsins talið eðlilegt og afar dæmigert fyrir mannlegt atferli.
ótti Gríms er því ef til vill einkum tilkominn vegna þess hve mikið tabú það
hefur verið – og er víða enn – að fjalla opinskátt um slíkar samræður.72
Þrátt fyrir hræðslu Gríms er ljóst að hömlurnar sem hún hefur sett Dísu
eru teknar að losna. Stöðug baráttan á milli raddanna hefur enda tekið sinn
toll eins og þær viðurkenna reyndar báðar; Gríms í upphafi bókar en Dísa
undir lok hennar:
Gríms:
En núna, kisi, núna þegar ég skrifa þetta, gerist ég æ þreyttari á
valdabaráttunni á milli okkar Dísu Gríms. Reyndar tók sú þreyta
að sækja að mér fyrir margt löngu. Ég hef heldur ekki sömu
grimmdartökin á sjálfri mér og ég hafði þegar ég var yngri. Ég er
72 Það er velþekkt að rithöfundar greini frá því að persónur þeirra taki stundum
yfir ritunarferlið með því að segja þeim hvað þeir eigi að skrifa. Með hliðsjón af
ímynduðum samböndum rithöfunda og persóna þeirra þykja slíkar játningar
eðlilegar og sjálfsagðar en eins og Marjorie Taylor og Anne M. Mannering hafa bent
á er líklegt að í öðru samhengi séu slíkar játningar taldar merki um ranghugmyndir
eða vísbending um geðræn veikindi. Marjorie Taylor og Anne M. Mannering,
2006, „Of Hobbes and Harvey: The imaginary companions created by children and
adults“, Play and development: Evolutionary, sociocultural, and functional perspectives, bls.
227–245, hér bls. 239.