Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Page 62
„SAMBýLISKOnUR […] Í SAMA KROPPI, Í SAMA HöFðI, Í SAMA BLóðI“
75
markmið hennar ekki að draga sambýliskonu sína niður heldur þvert á móti
er hún „að hamast við að reyna að rífa tvær sjálfstæðar manneskjur upp á
rassgatinu og sætta þær“ (202), eins og hún segir sjálf. Einn liður í sáttar
ferlinu felst í því að Dísa nefnir ýmis dæmi þar sem samvinna hennar og
Gríms hefur verið velheppnuð; eins og til að sannfæra þá síðarnefndu um
mikilvægi samstarfsins. Í því samhengi ræðir hún til dæmis um samskipti sín
við börnin þeirra og hversu vel hún náði til þeirra73, segir frá sleðaferðinni
með kisa sem fannst hún þar miklu „léttari og frjálsari og fallegri“ (94) en
í öðrum aðstæðum og nefnir að hún hafi alltaf hlaupið undir bagga með
Gríms þegar þess þurfti, til dæmis þegar Gríms treysti sér ekki til að mæta í
kennslu. Þá bendir Dísa einnig á að hún og Gríms séu alltaf með svört sól
gleraugu, komi þær því við, til að vernda sjónina því þær séu með ættlæga
gláku.74 Hún viðurkennir einnig að hún sé afar þakklát Gríms fyrir hvað hún
hjálpaði henni þegar hún varð fyrir ofbeldinu – þó hún hafi viljað losna við
hana eftir nauðgunina – og leggur um leið áherslu á mikilvægi þess að hafa
fengið tækifæri til að greina frá glæpnum og segja sögu þeirra stallna:
En ég þakka þér samt fyrir, Gríms. Ég þakka þér fyrir það góða sem
þú gerðir mér þarna í helvítis skúrnum og þakka þér fyrir að leyfa
mér að skrifa þessa bók. Það skipti mig öllu máli einsog þú veist.
Það breytir öllu, það mun líka breyta þér, það mun kannski breyta
þér eins mikið og heimsóknin til hennar Diddu frænku breytti öllu
á sínum tíma. Og ef þú skilur það ekki núna þá áttu eftir að gera
það seinna. (129–130)
Skrif Dísu breyta svo sannarlega öllu. Sagan er vendipunktur í lífi Dísu,
Gríms og sviðsettrar Vigdísar. Hún er upphafið að samræðu sem er grund
völlur þess að Dísa og Gríms komist að samkomulagi um ákveðnar þarfir
og mikilvæg gildi sjálfsins, geti samið um verkaskiptingu en umfram allt
náð sáttum. Samræðan er ekki einvörðungu á milli raddanna tveggja heldur
beinist hún einnig að lesendum bókarinnar. Hún er aðferð til að sýna þeim
þverstæðurnar sem búa í öllu fólki, útskýra hvernig ömurlegur glæpur getur
haft áhrif á allt líf einstaklings og leið til að opna umræðuna um ofbeldi
og áhrif þess enn frekar í samfélaginu. Enda þótt Dísusaga sé ekki fantas
ía kallast lausn hennar engu að síður á við áðurnefnt atriði úr Gauta vini
mínum því á vissan hátt er álögum Dísu, Gríms og sviðsettrar Vigdísar af
73 Sjá t.d. Vigdís Grímsdóttir, Dísusaga, bls. 224–227.
74 Sama heimild, bls. 167.