Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Side 69
KjaRTan MÁR ÓMaRSSOn
82
skáldlega hljóman hans.10 danse grotesque gæti verið vísun í ólíkar áttir en ein
leið til þess að þrengja merkingarsviðið væri að ákveða á hvorum liðnum
áherslan lægi, á dansinum eða gróteskunni.
Uppruni orðsins (grotesque) er í ítölsku. Það var fyrst notað til þess að lýsa
ákveðnum skrautstíl sem kom til á 15. öld þar sem „hryllileg form voru not-
uð fremur en endurgerð greinilegra eftirmynda hins kunnuglega heims“.11
Merking orðsins þá skírskotaði ekki til ærslafullra leikja og kæruleysislegra
óra – líkt og við þekkjum frá Bakhtín – heldur heims sem var með öllu ólíkur
þeim sem við þekkjum, þar sem allar plöntur, dýr og manneskjur voru saman
runnar án nokkurs tillits til hlutfalla né samræmis.12 Hugtakið fól í sér leik
að hinu absúrda og ómanneskjulega. Í því samhengi væri manni nær að líta
á ljóð Sjóns sem skáldlega útfærslu á því ferli sem hefst þegar manneskjan
sundrast í einingar sem líkjast henni ekki lengur, í hringlaga gróteskuferli
þegar örverur ósýnilegra dansara valsa um og í rotnandi holdi, og brjóta
niður svo maðurinn verði mold, þaðan sem hann kom til að byrja með, sam-
runninn náttúru.
tværmilljónirogáttahundruðþúsund fet af taugum
sexhundruð millilítrar af galli
þrjúhundruðogsautján pund af fitu
hundraðogtuttugu fingur
(ef með er talinn baugfingur sem rifnaði af vinstri
hendi konunnar sem var myrt undir brúnni)
tuttuguogfjórir eggjastokkar
tólf tungur (ofl. ofl. ofl.)
bifast um í margþættu niðurbrotinu (32)
10 Roman jakobsson, „Tvær hliðar tungumálsins: myndhvörf og nafnaskipti“, Spor
í bókmenntafræði 20. aldar: Frá Schklovskíj til Foucault, ritstj. Garðar Baldvinsson,
Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir, þýð. Kristín Birgisdóttir og nanna
Bjarnadóttir, Reykjavík: Bókmennafræðistofnun Háskóla Íslands, 1991, bls. 81–92,
hér bls. 91–92.
11 Wolfgang Kayser, The Grotesque in Art and Literature, new York: Columbia
University Press, 1981, bls. 20.
12 Sama heimild, bls. 21. Um grótesku í Bakhtínsku samhengi sjá t.d.: M.M. Bakhtin,
Orðlist skáldsögunnar: úrval greina og bókakafla, þýð. jón Ólafsson, Reykjavík:
Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2005. Sjá einnig Marco Caracciolo,
„Embodied Cognition and the Grotesque in Calvino’s La giornata d’uno scrutatore
and Sanguineti’s Capriccio italiano“, CLCWeb: Comparative Literature and Culture
1/2014, bls. 2–10, hér bls. 4.