Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Síða 77
KjaRTan MÁR ÓMaRSSOn
90
ljóðsins í formlegum, skáldskaparlegum og formgerðarlegum ein-
kennum. Í víðasta skilningi vísar hugtakið til allra tegunda „prent-
listarlega flókinna skáldverka sem eru meðvituð um eigin sjónræna
framsetningu“, svo vitnað sé til skilgreiningar johönnu Drucker.28
[…] Ólíkt þessari fagurfræðilegu skilgreiningu lítur hinn sögulegi
skilningur á konkretljóðið sem straum í ljóðagerð er afmarkast við
tiltekið tímabil. „Konkretljóðlist“ vísar í þessum skilningi til al-
þjóðlegrar framúrstefnuhreyfingar í ljóðagerð sem sprettur upp á
sjötta áratugnum og teygir sig fram til upphafs þess áttunda.29
Hið „konkreta“ sem skilgreiningin skírskotar til vitnar um efniseigindir
táknsins og hugmynda framúrstefnunnar um frelsun „letursins“ undan ljóð-
rænu og táknsæi. Benedikt segir jafnframt að konkretljóðið megi flokka til
fyrstu nýframúrstefnuhreyfinga eftirstríðsáranna og vísar í texta eftir Max
Bill sem segir að konkretlist geri „hina óhlutbundnu hugsun sýnilega sem
slíka, með hreinum listrænum aðferðum“.30 Þá er sýnt að í flestum tilvikum
feli hugmyndin um hið „konkreta“ í sér að ljóðmálið byggi „síður á skír-
skotun til fyrirbæra eða hugmynda fyrir utan textann en skírskotun til efnis-
eiginda textans sjálfs“ í flestum tilvikum.31
Með konkretískri aðferð gerir Sjón tvennt samtímis. Hann treystir enn
þau bönd sem liggja milli hans og fagurfræði framúrstefnunnar en hins
vegar nýtast aðferðir konkretljóðsins einnig til þess að herða á þeirri merk-
ingu sem hann kemur til skila með málrænni táknun. Myndræn framsetning
ljóðsins fylgir mállegri framsetningu þess og miðlar sömu boðum, nema á
íkonískan máta, sé hugtakanotkun Pierce32 um íkon (e. icon), vísa (e. index) og
28 johanna Drucker, „Experimental, Visual, and Concrete Poetry: a note on Historical
Context and Basic Concepts“, Experimental – Visual – Concrete. Avant-garde Poetry
Since the 1960s, ritstj. K. David jackson, Eric Vos og johanna Drucker, amsterdam,
atlanta: Rodopi, 1996, bls. 39–61, hér bls. 39.
29 Benedikt Hjartarson, „Draumurinn um hinn ómyndhverfa mann: Um framúrstefnu
og konkretljóð“, bls. 77.
30 Sama rit, bls. 75. Sjálfur vitnar hann í texta undir heitinu „Konkrete Kunst“ sem
er endurprentaður í riti Hans Grauer, Serielle manifeste 66, Gesammelte Manifeste,
1. Bindi, St. Gallen: Edition Galerie Press, 1966: 7, 9–10. Hér er vitnað eftir R.M.
Erdbeer, „Die Bilder der Konkreten“, bls. 299.
31 Benedikt Hjartarson, „Draumurinn um hinn ómyndhverfa mann“, bls. 88–89.
32 Sjá t.d. jørgen Dines johansen, „The Distinction between Icon, Index and Symbol
in the Study of Literature“, Semiotic Theory and Practice, ritstj. M. Herzfeld og L.
Melazzo, Berlin og Boston: De Gruyter Mouton, 1988, bls. 497–504.