Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Page 82
DanSað Á ÓPLæGðUM aKRInUM
95
fyrirsætulíkið var klætt (Issa kjóll, gleraugu frá Morgenthal Frederics, skór
frá jenni Kayne).42
Gangi maður að því vísu að þetta sé „birtingarmynd af viðhorfum í sam-
félaginu“ er skýrt að tengingin milli kynleika kvenna, blætisgervingu þeirra
og dauðans er enn virk hálfu árþúsundi eftir tilkomu þess. Ástæðan er tæpast
sú sama og áður heldur er líklegra að í markaðsdrifnu samfélagi okkar sé
sífellt meir litið á niðurstöður rekstrarreikninga við framleiðslu á menn-
ingarvarningi og því ráði formið að mörgu leyti innihaldinu og birtingar-
myndum þess. Þá má kannski spyrja hvort sá vettvangur sé til þar sem hægt
væri að segja annars konar sögu kvenna? Í inngangi að greinasafni um lofts-
lagsbreytingar sem kom út árið 2016 spurði ritstjóri þess, Guðni Elísson
– og hagnýtir hugsun adorno í nýju samhengi – hvernig fara ætti „að því að
yrkja ljóð á tímum loftslagsbreytinga, skáldskap sem [væri] gegnumsýrður af
þeirri menningarlegu villimennsku sem hann verður að rísa gegn ef hann er
vandaður gagnrýnn skáldskapur“.43 Guðni lætur sér þó ekki nægja að velta
spurningunni fyrir sér heldur gerir tilraun til þess að svara henni. að hans
mati væri eina leiðin
að leita á náðir hins goðsögulega; frásagnarrýmið sé svo stórt og
umfangsmikið að aðeins sé hægt að miðla því út frá almennri skír-
skotun symbólískra sanninda og því þurfi heilinn að vinna með
hjartastöðvunum.44
Í því skyni brá Guðni á það ráð að leita til átta íslenskra skálda og bað þau
að yrkja fyrir sig ljóð sem myndu segja sögur sem gætu „fangað vitund al-
mennings“ og komið skilaboðunum til skila.45 Það er fróðlegt að flytja dæmi
Guðna í annað samhengi og spyrja hver útkoman yrði ef framsetningin á
dauða konunnar færi fram innan ljóðsins. Mætti þá kannski færa rök fyrir því
að danse grotesque sé einmitt til þess gert, að drepa kvenmann án þess að gera
lítið úr honum – smætta og hlutgera.
42 jenna Sauers, „Vice Published a Fashion Spread of Female Writer Suicides
[updated]“, Jesebel.com, 17. júní 2013, sótt 8. apríl 2019 af https://jezebel.com/
vice-published-a-fashion-spread-of-female-writer-suicid-513888861.
43 Guðni Elísson, „Frásagnir á tímum loftslagsbreytinga“, Ritið 1/2016, bls. 3–8, hér
bls. 8.
44 Sama heimild, bls. 8.
45 Sama heimild, bls. 8.