Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Page 83
KjaRTan MÁR ÓMaRSSOn
96
Snöggur snúningur í lokin
Í grófum dráttum er frásögnin skýr: Dauðar konur ,breytast‘ í tröllkonulík
og dansa. Það segir sig sjálft. En athyglisverðari eru framsetningarmátinn og
myndmálið sem notuð eru til þess að segja söguna, líkt og rakið hefur verið
hér. Þar skipta tveir þræðir mestu. Konan er hvergi metin í ljósi áhorfanleika
hennar í danse grotesque og hún kemst á hreyfingu, öðlast virka stöðu innan
textans. Helga Kress hefur bent á að konur
eru vörur á markaði þar sem þær gangast inn á sjónmálið, ef þær
vilja ekki eiga það á hættu að vera utan þess og ekki með í samfélag-
inu. Þetta hefur í för með sér óvirkni kvenna sem eiga allt undir því
að vera fallegur hlutur, eftirsóknarverður líkami.46
Merkingarlyklar trölla og ítalskra dansara hafa opnað fyrir þann möguleika
að konan líkt og hún birtist okkur í þetta sinn sé mögulega jaðarsett en engu
að síður uppreisnargjörn. Hún neitar að gangast við hefðbundnum lestri
og nýtir sér það rými sem skapast innan ljóðsins til þess að brjótast gegn
hefðinni. Konan í ljóði Sjóns byrjar á sama stað og hún endar í öðrum frá-
sögnum, hlutgerð og kyrrsett, en fer gegnum ferli þar sem hún verður heil-
steypt og virkur þátttakandi í lokin. Hún lifir og dansar. Galdur Sjóns er að
sýna kvenlíkamann látinn án þess að kyngera hann. Líkið fær að liggja í friði.
Það er hvorki „fagurt lík, né hroðalegt / hvorki frábært lík né auvirðilegt /
heldur eitt gríðarstórt konulík“. Með ofangreindum lestri er hægt að halda
því fram að Sjón hafi tekist að yrkja ljóð á tímum sem eru gegnumsýrðir
menningarlegri villimennsku því danse grotesque segir annars konar sögu
konunnar, sögu sem verður að lesa með hjartastöðvunum ásamt heilanum,
fremur en augunum og pyngjunni.47
46 Helga Kress, „Gægur er þér í augum“, Fyrir dyrum fóstru: Greinar um konur og
kynferði í íslenskum fornbókmenntum, Reykjavík: Rannsóknarstofa í kvennafræðum,
1996, bls. 43. Tilvísun fengin úr Guðni Elísson, „Flögð og förðuð skinn. Tálkvendið
í kvikmyndum noir-hefðarinnar“, bls. 24.
47 Ég vil færa Benedikt Hjartarsyni þakkir fyrir gagnlegar umræður og ábendingar sem
nýttust til að færa æði margt í greininni til betri vegar.