Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Síða 91
SIGRÚN MARGRéT GuðMuNDSDÓTTIR
104
Í sviðsetningunni birtast heimarnir tveir, hinn ytri og innri, sá
þekkti og leyndi, sem speglast og skarast á ýmsan hátt. Skólar,
kirkjur og borgarstræti einkenna daglega heiminn en dýflissur,
neðanjarðargöng, húsasund og myrkir skógar tákna heim nætur.
Ferðalag söguhetjunnar milli heimanna tveggja (sem má einnig
túlka sem leið til skilnings) auðveldar lesandanum (og persónunni)
að skilja hvernig báðir veruleikar móta reynsluheim einstaklinga.7
Tækninýjungar — einkum í samskipta- og upptökutækni — hafa verið ná-
tengdar draugagangi frá því í iðnbyltingunni. Afturgöngur reika enn um í
slíkum tækjabúnaði í kvikmynd Erlings, þar sem skjáir snjallsíma, tölva og
upptökuvéla orka sem gáttir inn í sjálft reimleikahúsið, netið. Í greininni
verður litið inn í önnur reimleikahús í skáldskap og kvikmyndum og sam-
eiginleg einkenni með þeim og netinu dregin fram; til dæmis verður drepið
á dyr Overlook-hótelsins í The Shining eftir Stephen King og Hæðarhússins
í The Haunting of Hill House eftir Shirley Jackson. Líkingar sem viðhafðar
eru um netið benda auk þess til að við hugsum um netheima sem rými, rétt
eins og hús. Í rökkrinu á netinu leynast smærri (spjall)herbergi, sem hugsast
gæti að væru svokallaðir ,vondir staðir‘ séu orð hrollvekjumeistarans Steph-
ens Kings um reimleikahús höfð að leiðarljósi.8 Reimleikahús eru nefnilega
ýmist skrímsli eða hýsa þau, nema hvort tveggja sé. Þau hafa einstakt að-
dráttarafl og kunna að krækja í fórnarlömb eftir ýmsum leiðum — einkum
og sér í lagi með tilboðum sem eru (alltaf) of góð til að vera sönn. Spjallrásir
á netinu og samfélagsmiðlar orka eins og veiðitæki fyrir skrímslin í Rökkri,
en þar er t.d. að finna kynferðisbrotamenn sem sitja fyrir ungum mönnum.9
Ógnin er ekki síður fólgin í þöggun brotanna sem sérstaklega er gefinn
gaumur í myndinni, því að ýmislegt bendir til þess að kynferðisofbeldi gegn
7 Guðni Elísson, „Dauðinn á forsíðunni: um gotneska heimssýn í DV“, Skírnir
vor/2006, bls. 105–132, hér bls. 124.
8 Stephen King, Danse Macabre, New York: Berkley Books, 1983, bls. 264. Á
frummálinu kallar King reimleikahús „Bad places“. Í hverju slíku eru eitt eða fleiri
rými jafnan verri en hin og þá gjarnan uppspretta illskunnar. Í The Shining má t.d.
nefna kyndiklefann, herbergi 217 og forsetasvítuna. Hér skal jafnframt tekið fram
að ekki er ætlunin að halda því fram að netið eins og það leggur sig sé vondur staður,
enda eru ekki öll hús reimleikahús. Hins vegar eru bæði hús og netið rými þar sem
skrímsli geta dulist svo að ekki sé minnst á að þegar einstaklingur fer á netið hverfur
hann frá öruggu rými heimilisins.
9 Hér er ekki verið að halda því fram að spjallrásir og samfélagsmiðlar séu af hinu illa,
hins vegar geta einstaklingar með illan ásetning hæglega misnotað slíkan vettvang.
Það er gert að umræðuefni í kvikmynd Erlings.