Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Qupperneq 106
„HANN ER BARA Á VONDuM STAð“
119
sig eftir þessum brautum með því að gefa frá sér tiltekin rafboð sem heili
móttakandans næmi. um áratug síðar fann Lodge svo upp tækni til að senda
og taka á móti þráðlausum útvarpsbylgjum. Hann lýsir heilastarfinu þannig:
Það er augljóst að heilinn er líffæri hins meðvitaða, en enginn sál-
fræðingur ætti að halda því fram að vitundin sé staðsett í heilanum,
því rétt eins og rafmagn í rafhleðslu virðist vera í leiðaranum, er
hún ekki í leiðaranum sjálfum heldur í rýminu í kringum hann; rétt
eins og orkan í rafstraumi, sem virðist vera í koparvírnum er alls
ekki öll í koparvírnum og mögulega er engin orka þar; því mætti
hugsa sér að vitund manneskjunnar, hugsunin sem virðist vera
staðsett í heilanum, væri einnig til sem dauft bergmál í rými eða í
öðrum heilum.55
Reimleikar hafa farið fram í tækjabúnaði að minnsta kosti frá því iðnbyltingin
varð og fjarskiptatækni hefur verið samofin draugatrú frá því í árdaga slíkrar
tækni.56 Andatrú má að mörgu leyti rekja aftur til þess þegar símskeytið
var fundið upp. Möguleikinn á langlínusamskiptum í rauntíma vakti með
mönnum nýjar hugmyndir um það hvernig hugsanlegt væri að ná eyrum
hinna látnu.57 Þegar fyrstu símalínurnar voru settar upp í Evrópu og Banda-
55 Oliver Lodge, „Experiments in thought transference“, The Proceedings for the Society
for Psychical Research 2/1894, bls. 189-200, hér bls. 191, sótt 13. mars 2018 af https://
archive.org/details/proceedingssoci01britgoog/page/n202. Tilvitnunin er svona á
ensku:
That the brain is the organ of consciousness is patent, but that consciousness
is located in the brain is what no psychologist ought to assert, for just as the
energy of an electric charge, though apparently on the conductor, is not in the
conductor, but in all the space round it, just as the energy of an electric current,
though apparently in the copper wire, is certainly not all in the copper wire, and
possibly not any of it; so it may be that the sensory consciousness of a person,
thought apparently located in his brain, may be conceived of as also existing like
a faint echo in space, or in other brains.
56 Á þeim tíma var tækniótti í ýmsum myndum fóður fyrir gotneskar frásagnir. Hún
birtist meðal annars í samtíningnum sem varð að skrímsli Victors Frankensteins í
sögu Mary Shelley (1818), klofningi sjálfsins í Strange Case of Dr. Jekyll and Mr. Hyde
eftir Roberts Louis Stevenson (1886) en ótti við samruna manna og véla kom til
dæmis fram í Der Sandmann E.T.A. Hoffmanns. Sjá Anthony Mandal, „Gothic, 2.0.
Remixing Revenants in the Transmedia Age“, New Directions in 21st Century Gothic:
The Gothic Compass, ritstj. Lorna Piatti-Farnell og Donna Lee Brien, New York og
London: Routledge, 2015, bls. 84–101, hér bls. 88.
57 Murray Leeder, „Introduction“, Cinematic Ghosts: Hauntings and Spectrality from
Silent Cinema to the Digital Era, ritstj. Murray Leeder, New York: Bloomsbury,
2015, bls. 1–15, hér bls. 3.