Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Qupperneq 117
SIGRÚN MARGRéT GuðMuNDSDÓTTIR
130
árum saman. Safechuck minnist þess sérstaklega að hafa farið í dótabúð með
Jackson og fengið að velja sér dót. Ekki bara eitt leikfang – heldur allt sem
hugurinn girntist. Í Hvergilandi var jafnframt „stór nammibúð sem [börnin]
máttu ganga í – líkt og kökuhús gömlu nornarinnar í Hans og Grétu“.97
Tækin sem Gunnar handleikur eru einnig eins og kastalar og herragarð-
ar í gotneskum sögum; hryllilega ótraustir staðir.98 Reimleikahús eru yfirleitt
niðurnídd og að hruni komin vegna aldurs og ágangs. Fall húss ushers í lok
sögu Edgars Allans Poes, The Fall of the House of Usher, lýsir ágætlega ástandi
þessara híbýla:
Það skein nú í gegnum rifuna sem ég gat um áður að hefði að-
eins verið sjáanleg og hefði legið í hlykkjum frá þakinu og niður
úr. Meðan ég stóð þarna og horfði breikkaði rifan óðum […] mig
svimaði af að sjá þessa miklu veggi molna sundur.99
Bjarni Bjarnason nefnir einnig sérstaklega „hráslagaleg[t] húsnæði“ í saman-
burði sínum á Makt myrkranna og Kristnihaldinu. Kapellan sem Drakúla greifi
liggur í er „óttalegt greni“, auk þess sem sjálfur kastalinn er farinn að láta á
sjá. Að sama skapi er kirkjan á Snæfellsnesi í bók Laxness „að hruni komin“.100
Við þetta má bæta að torfbærinn sem Úa hverfur inn í er gisinn: „Veggir
hússins úr sniddu sem laungu var vallgróin. Einhverntíma hafði bæjarþilið
sennilega verið rautt, síðan bikað, síðan kalkborið; núna hart leikið af vindi
og veðrum.“101 Byggingarnar veita ekkert viðnám gegn holdgervingum þess
kynferðislega og ofbeldisfulla í mannfólkinu, heldur læðast þeir inn í formi
drauga, vampíra eða annarra djöfla. Sumarbústaðurinn Rökkur verndar íbú-
ana ekki heldur fyrir því sem býr í myrkrinu því hann er mjög illa einangr-
aður – ekki vegna þess að hann sé illa byggður, frekar en samskiptatækin sem
rædd hafa verið, heldur virðist hann hvorki halda vatni né óboðnum gestum
úti. Lekur krani í bústaðnum og innbrotahrina í sveitinni minnir á stöðugan
aðgang þess ytra að því innra, huga og líkama ekki síður en vistarvera úr
hefðbundnu byggingarefni. umfram allt ber nafn bústaðarins — og um leið
97 Joy Robson, Leaving Neverland, leikstj. Dan Reed, uK: Channel 4 og uSA: HBO,
2019.
98 Hér nægir að vísa til vafrakaka, staðsetningarsmáforrita og persónuupplýsingasöfn-
unar sem rætt var um fyrr í greininni.
99 Edgar Allan Poe, „Endalok ushersættarinnar“, Íslenskar smásögur, IV bindi, ritstj.
Kristján Karlsson, Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1982–1985, bls. 37–65, hér bls.
64.
100 Bjarni Bjarnason, „Venus Helena“, bls. 125.
101 Halldór Laxness, Kristnihald undir Jökli, bls. 298.