Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Page 118
„HANN ER BARA Á VONDuM STAð“
131
titill kvikmyndarinnar — lekann með sér. Nafnið ,Rökkur‘ gefur til kynna
að myrkrið sé þegar komið inn. Skrímslin smjúga inn í gegnum netsamband
sem er allt um lykjandi, innandyra sem ytra. Húsið á Gufuskálum veitir jafn-
vel verra skjól en bústaðurinn Rökkur, göt eru í veggjum sem mennirnir geta
klifrað inn og út um, gluggar eru brotnir og leikföng á víð og dreif, sem
minna á að þarna hafi börn dvalið. Í þessu hryllilega húsi „ólst [Einar] upp“
og þar var ráðist inn í líkama hans „þegar hann var of ungur“, sem minnir það
þegar bóndinn þvingar upp skápinn sem Gunnar felur sig í. Manneskjan er
hvorki ein í sjálfri sér né örugg og alls ekki þessir ,tveir‘ sem dvelja í rökkrinu
og deila sögum af gömlum sárum af völdum áfalla sem ekki var unnið úr.
Einar segir sjálfur við Gunnar þegar þeir eru staddir á svölunum í Reykjavík
og sá fyrrnefndi er enn á lífi: „ég sá mynd um daginn sem sagði að tíminn
læknaði í raun allt nema sár. Hann bara teygði á sársaukanum.“ Tilvitnunin
er úr frönsku heimildarmyndinni Sans Soleil eftir leikstjórann Chris Marker
(1983) sem meðal annars sýnir myndir úr íslenskri sveit árið 1965. 102 Myndin
er nokkurs konar esseyja um minnið og tímann og tilvitnunin gefur þann-
ig til kynna hvaða slóðum Rökkur hlykkjast eftir, hún fjallar um sárin sem
liggja djúpt í taugakerfinu, á botninum á hraunsprungu við Snæfellsjökul eða
í gamalli gjótu í mannsheilanum.
Draugagangur í möndlunni — eða snjallsímanum?
Með skrifum sínum um sálarlífið varð Sigmund Freud að gotneskasta höf-
undi 20. aldar.103 Ýmis einkenni gotnesku stefnunnar lita reyndar enn hug-
myndir manna um hugann því í samtímasálfræði er gjarnan notast við fremur
gotneskt myndmál sem tekur til þess hvernig við geymum ótta á kistubotni
102 Chris Marker, Sans Soleil, Frakkland: Argos Films, 1983. Titillinn merkir Án sólar,
sem minnir á titil kvikmyndir Erlings, enda lítið um sólskin í rökkrinu. Þess má geta
að í mynd Markers eru tökustaðir kvikmyndarinnar Vertigo einnig heimsóttir og að
í Rökkri er vísað til myndar Hitchcocks með ýmsum hætti, líkt og fram hefur komið
í meginmáli.
103 Guðni Elísson hefur rætt hvernig Freud virðist hafa fært hið gotneska inn í
mannshugann í greininni „Menn gleyma fljótt, ekki síst ef þeir eru dauðir: Gotnesk
merkingarsköpun í Hringsóli og Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur“, bls. 175. Þess
ber að geta að Freud var jafnframt einn af frumkvöðlunum í því að skoða hinsegin
kynverund / samkynja ástir sem hluta af mennskunni fremur en úrkynjun eða glæp.
Dagný Kristjánsdóttir og Guðrún Elsa Bragadóttir hafa skrifað um kenningar
Freuds í hinsegin samhengi, sjá: t.d. Dagný Kristjánsdóttir, Kona verður til: Um
skáldsögur Ragnheiðar Jónsdóttur fyrir fullorðna, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun
Háskóla Íslands: Háskólaútgáfan 1996 og Guðrún Elsa Bragadóttir, „Af usla og
árekstrum: Sálgreining í ljósi hinsegin fræða“, Ritið 2/2017, bls. 13–37.