Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Page 120
„HANN ER BARA Á VONDuM STAð“
133
og persónurnar þekkja hann vegna þess að reimleikarnir tilheyra öðru sviði.
Ferðalag Gunnars hverfist sömuleiðis um áföllin. Segja má að hann flækist
um sveitina í opinni lykkju líkt og hann fari niður — fremur en upp, þar sem
um hrollvekju er að ræða — eftir gormi eða spíral þar sem hann endurtekur í
sífellu sömu ferðina með örlítið breyttum áherslum í hverjum hring. Tvisvar
sinnum fer hann í húsið á Gufuskálum og jafn oft að sprungunni í hrauninu.
Seinna skiptið er endurtekning á fyrri hringnum með svolitlum breytingum,
þar sem brotin raðast saman á milli ferða vegna þess að Gunnar hefur verið
að róta í minninu — í tölvunni.109
Betsy Sparrow hefur sýnt fram á það hvernig internetið hefur áhrif á
minnið, það breytir því hvernig við munum upplýsingar. Rannsóknir hennar
hafa leitt í ljós að menn muna best það sem þeir vita að eyðist en gleyma því
sem hýst er annars staðar.110 Manneskjan er þannig eins og köngurló, minni
hennar er að hluta til í vefnum sem hún spinnur.111 Draugarnir sem þyrlast
upp eru úr tækjunum en ekki möndlunni. Tækin hafa komið í stað ótta-
stöðvarinnar og trámagrafarinnar svo stuðst sé við fyrrnefndar líkingar, þau
eru ávalar hvelfingar, stútfullar af ótta. Þau sýna skrímslið sem felur sig undir
rúmi og sést ekki með berum augum, heldur aðeins á skjánum á upptökuvél
Einars. Með því að smella á ,delete‘ rofar til í minninu, eins og Einar segir:
ég var að fletta í gegnum myndir á símanum mínum. ég fann eina
af okkur á þessari strönd síðasta sumar. Ég var búinn að eyða þessu
öllu úr tölvunni og símanum, hélt þetta væri allt farið. Ef þetta er
ekki til á mynd eða vídeó þá er bara eins og þetta hafi ekki gerst.112
[skál. mín]
109 Guðni Elísson sýnir fram á hvernig sögupersónur eru sem andsetnar af fortíðinni,
líkt og Gunnar í Rökkri, í greininni „Menn gleyma fljótt, ekki síst ef þeir eru dauðir:
Gotnesk merkingarsköpun í Hringsóli og Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur“, bls.
180. Hann segir:
Það er vissulega reimt í hugum kvennanna í framangreindum skáldsögum Álfrúnar.
Öll vera Elínborgar og Ránar er undirlögð minningunni um drengina sem þær
glötuðu og þessi missir litar veruleikaskyn þeirra. um þær má nota skilgreiningu
Marks Edmundson á gotnesku sálarástandi, en þá eru einstaklingarnir ofurseldir því
að lifa fortíðina aftur og aftur, rétt eins og þeir séu á valdi hennar, nánast andsetnir.
110 Thomas D. Parson, Cyberpsychology and the Brain: The Interaction of Neuroscience and
Affective Computing, bls. 145–146.
111 Joshua Sokol, „The Thoughts of a Spiderweb“, Quanta Magazine, 23. maí 2017, sótt
12. mars 2019 af https://www.quantamagazine.org/the-thoughts-of-a-spiderweb-
20170523/?utm_content=buffer48d5b&utm_medium=social&utm_source=twitter.
com&utm_campaign=buffer.
112 Erlingur Óttar Thoroddsen, Rökkur.