Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Síða 124
Haukur Ingvarsson
Frá suðri til norðurs
William Faulkner og Guðmundur Daníelsson
„Fortíðin er hér á ferðinni í kvöld. Svo sannarlega, hið liðna er enn
ekki liðið. Það þrjóskazt við, hangir við hlutina og vill ekki sleppa.“
Guðmundur Daníelsson, Af jörðu ertu kominn: Eldur, 1941
„The past is never dead. It’s not even past.“
William Faulkner, Requiem for a Nun, 19511
I
Í byrjun fjórða áratugarins hafði bandaríski rithöfundurinn William Faulk-
ner skrifað fimm skáldsögur, m.a. The Sound and the Fury (1929) og As I Lay
Dying (1930) sem í dag eru taldar meðal helstu afreka í skáldsagnagerð á 20.
öld. Samtímamenn hans voru fæstir á sama máli og þó gagnrýnendur hafi
hælt verkum hans þegar þau komu út fyrir tilraunakennda byggingu, frum-
legan stíl og nýstárlega frásagnartækni þá seldust þær illa í heimalandinu
og því gekk honum erfiðlega að sjá sér og sínum farborða með ritstörfum.2
Á sama tíma fór áhugi á bandarískum bókmenntum vaxandi í Evrópu og
virðing fyrir þeim sömuleiðis. Árið 1930 er gjarna látið marka ákveðin tíma-
mót þegar staða bandarískra bókmennta er metin í alþjóðlegu samhengi en
þá hlaut Sinclair Lewis Nóbelsverðlaunin í bókmenntum fyrstur Banda-
1 William Faulkner, Requiem for a Nun, William Faulkner: Novels 1942-1954, New
York: The Library of America, 1985, bls. 471-664, hér bls. 535.
2 M. Thomas Inge, „Introduction“, William Faulkner: The Contemporary Reviews,
ritstj. M. Thomas Inge, The American Critical Archives, Cambridge: Cambridge
University Press, 1995, bls. xiii.
Ritið
1. tbl. 19. árg. 2019 (137–168)
Ritrýnd grein
© 2019 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.19.1.7
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).