Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 151
HAUkUR INGvARSSON
164
úti við ásamt húsbóndanum og öðru vinnufólki: „Andlitið á honum, sem
undir venjulegum kringumstæðum var rautt, einkum varirnar, var orðið sót-
rautt um hádegi og dökknaði þó meir eftir því sem á daginn leið“ (L 60).
Tommi ber sig vel þar til annar vinnumaður tekur að stríða honum og upp-
nefnir hann „glóðarhaus“. Þá bregst Tommi við með því að hrækja í áttina
að vinnumanninum tóbaki af gerðinni Brödrene Braun. Þessi tiltekna gerð
tóbaks naut mikilla vinsælda á Íslandi og er ítrekað tengd Tomma. Sé ættar-
nafnið Braun skilið bókstaflega er nafn tóbaksins Bræðurnir Brúnu.
Hafi lesendur verið farið að renna í grun um að lýsing Tomma markist
leynt og ljóst af staðalímynd blökkumanna, náskyldri persónum á borð við
Sam í Kofa Tómasar frænda eftir Harriet Beecher Stowe, þá eru tekin af öll
tvímæli þegar kaupakonan Heiðrún, sem húsbóndinn Runólfur hefur auga-
stað á, segir hreint út: „Tommi Tuma, þú hefur varir eins og negri“ (L 136).
Heiðrún hafði skömmu áður beðið Tomma um að dansa við sig og farið um
hann höndum. Rétt eins og Guðrún frýs Tommi þegar hafðir eru í frammi
kynferðislegir tilburðir. Hann: „á ekkert orð í bili, en stendur þarna galdri
sleginn og má sig ekki hræra. Og hann kennir mjög undarlegrar tilfinningar
víðs vegar um líkamann, einkum hinum viðkvæmari hlutum hans, svo sem
tám og fingrum og víðar - eins og ótal æðar taki að slá þar“ (L 136). Heið-
rún líkir Tomma við negra í þann mund sem hún kyssir hann og þannig fer
saman kynferðisleg athöfn og uppljóstrun um blæti sem tengist kynþátta-
marki. viðbrögð Tomma eru reiði, hann vill hefna sín grimmilega en „í ráð-
þrota bræði sinni grípur hann einn bollann af borðinu og grýtir honum af
alefli í gólfið. Á næsta augnabliki er hann horfinn út um dyrnar.“
Heiðrún hefur ekki sams konar yfirburðastöðu gagnvart Tomma og þeir
Runólfur, Jóhannes og Nielsen gagnvart Guðrúnu en þegar þarna er komið
sögu er Heiðrún tekin að máta sig við hlutverk húsfreyjunnar á heimilinu.
kossinn er þannig ekki milli tveggja jafningja heldur til þess fallinn að stað-
festa mun á henni og öðru heimilisfólki sem hlær að tiltækinu og viðbrögðum
Tomma. Heiðrún finnur líka til sín vegna þess valds sem hún hefur yfir hon-
um: „Hún hafði snert sálina í þessum litla, úfinhærða pilti og kveikt í henni
eld, - séð hana inni í augum hans, hvernig hún stirðnaði upp sem snöggvast
við snertinguna, unz hver kennd hennar tók viðbragð og eldurinn læsti sig
um hana alla“ (L 137). Yfirburðir hennar eru svo staðfestir enn frekar þegar
fundum hennar og Tomma ber næst saman en þá hefur Hrólfur boðið henni
á dansleik. Tommi þarf að þjóna þeim báðum með því að gera hesta þeirra
tilbúna til reiðar. Skömmu áður hafði athyglin enn og aftur verið dregin að
munni Tomma og tóbaksneyslu hans en þá er tóbakið í fyrsta skipti tengt