Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 160
„REnnUR BLóð EFTIR SLóð…“
173
Townsberg, í nýrri grein í hinu virta tímariti geðlækna The Lancet .11 Hún
bendir á að athygli fjölmiðla beinist mjög að sjálfsvígum og sjálfsskaða ung-
menna, eins og sést í tilvitnunum í fjölmiðla á norðurlöndum og Bretlandi
hér að framan. Að sögn Townsberg sýna nýjar og umfangsmiklar rannsóknir
sem ná yfir nokkur ár að sjálfsskaðar 15-16 ára unglinga gefa áreiðanlega
forspá um sjálfsvíg þeirra um 21 árs aldur. Einu forsvaranlegu viðbrögðin
við því séu að taka sjálfsskaða alvarlega og gera viðbragðsáætlanir.
Hvernig skaðar fólk sig?
Favazza og Rosenthal skipta sjálfssköðum í þrjá meginflokka eftir birtingar-
myndum þeirra. Þetta eru:12
Meiri háttar sjálfsskaðar: Þeir fela í sér mjög harkalegar árásir gerandans á
sjálfan sig og geta lýst sér í aflimun, geldingu, auga er stungið út, fingur
skorinn af. Verknaðurinn er framinn í mikilli vímu eða geðrofi og tengist oft
trúarlegri eða kynferðislegri sektarkennd. Eitt frægasta dæmi bókmenntanna
um slíkan sjálfsskaða gæti verið sagan af Ödipusi konungi sem stingur úr
sér augun þegar hann gerir sér grein fyrir sifjaspellunum sem hann hefur
óvitandi gert sig sekan um. Sá sem limlestir sig svo hroðalega finnur fyrir
litlum sársauka og iðrast einskis. Það er fremur eins og verknaðurinn hafi
leyst heiftarleg innri átök og slakað á mikilli spennu.
Staðlaðir sjálfsskaðar: Þeir fela í sér að menn bíta sig, höfði er barið ítrekað
við vegg eða menn kýla hnefanum aftur og aftur í vegg, menn slá sig, húðin
er klóruð í sár og sárinu haldið opnu. Þeir sem gera þetta eins og ósjálfrátt
eru að vinna gegn vaxandi innri spennu og önnur birtingarmynd er þegar
menn reyta hár af líkama eða höfði – hár fyrir hár eins og svefngenglar.
Hegðunin líkist atferli heilaskaddaðra sjúklinga í endurtekningum sínum.
Minni háttar eða yfirborðslegir sjálfsskaðar eru algengasta tegund sjálfsskaða.
Sjálfsskaðararnir tilheyra öllum aldurshópum og þjóðfélagsstéttum. Lang-
oftast rispa eða skera menn húðina með rakvélarblaði, brenna sig, stinga
með beittum áhöldum eða klóra til blóðs. Stundum brennir fólk sig t.d.
11 Ellen Townsend, „Time to take self-harm in young people seriously“, The Lancet, 6:
4/2019, bls. 279-280, hér bls. 279, sótt 4. apríl 2019 af https://www.thelancet.com/
journals/lanpsy/article/PIIS2215-0366(19)30101-4/fulltext.
12 Armando R. Favazza og Richard J. Rosenthal, „Varieties of Pathological Self-mutil-
ation“, Behavioural Neurology 3: 2/1990, bls. 77-85, hér bls. 78-81. Gerðar hafa verið
fjölmargar rannsóknir á þessu sviði og lagðar fram skilgreiningar og flokkunarvið-
mið sem eru ítarlegri en þrískipting þeirra félaga en breyta þó engu sem máli skiptir.