Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Síða 191
AuðuR AVA ÓlAFSDÓTTIR
188
mikilvægu hlutverki í merkingu bókar.3 Söguhetja er því þjáður og týndur og
ákveður að losa heiminn við sig. Hann veltir fyrir sér hvort heimurinn muni
sjá eftir honum þegar hann hætti að vera til: ,,Mun heimurinn sjá eftir mér?
Nei. Mun heimurinn verða fátækari án mín? Nei. Mun heimurinn komast af án
mín? Já. Er heimurinn betri nú en þegar ég kom í hann? Nei. Hvað hef ég gert til
að bæta hann? Ekkert.” (Ör, bls. 18).
Þegar Jónas leitar fyrirmynda á netinu, kemst hann að því að menn og
konur velja sér ólíkar leiðir til að fyrirfara sér. Og hann kemst líka að því að
listamenn sem fremja sjálfsmorð – samkvæmt slóðinni Famous Writers who
killed themselves – reynast almennt mun yngri en hann sjálfur. Hann veltir því
fyrir sér hvort hann sé of gamall til að deyja en ákveður engu að síður að fá
lánaðan veiðiriffil hjá nágranna sínum – þótt hann sé ,,enginn veiðimaður’’
í eðli sínu.4 Til að koma í veg fyrir að dóttir hans komi að honum látnum,
ákveður söguhetja að fara í ferðalag til ,,hættulegasta lands í heimi’’ og enda
þar líf sitt. Hann velur land sem er í rúst eftir fimm ára borgarastyrjöld og
tekur með sér borvél og litla verkfæratösku – ef hann skyldi þurfa að setja
upp krók. Á Hotel Silence kynnist söguhetjan bæði ytri og innri örum íbúanna
sem lifðu af stríðið – einkum kvennanna – og fer að sjá sína eigin þjáningu í
nýju ljósi. Sjónarhornið færist frá yfirvofandi sjálfseyðingu söguhetju, sjálfs-
morðinu, til þess að fara að aðstoða konur við að byggja upp samfélag eftir
stríð. Hæfileikar söguhetju til að lagfæra og gera við hluti verða til þess
að konurnar gefa Jónasi Ebeneser viðurnefnið Mister Miracle sem skapar
blendnar tilfinningar meðal karlmanna í samfélaginu.
Í ljósi þess að Jónas þýðir dúfa og Ebeneser hinn hjálpsami, er ekki fjarri
að hugsa sér söguhetju sem eins konar íslenska friðardúfu sem send er út í
heim – með borvél að vopni – til að leggja sitt litla lóð á vogarskálarnar. Því
eins og segir í skáldsögunni: ,,Sá sem veit og gerir ekki neitt er hinn seki.’’ (Ör,
bls. 174). Sú staðreynd að söguhetja getur gert við allt sem er brotið nema
sjálfan sig er skoðuð í samhengi við ýmsar hugmyndir um karlmennsku, m.a.
hugmyndina að drepa: ,,þú ert þessi týpa sem vill heldur verða drepin en
drepa. Þú ert ekki karlmaður sem ert hruflaður á hnúum eftir slagsmál.’’
3 Enskur titill Ör er Hotel Silence eftir hóteli í stríðshrjáðu landi sem söguhetja fer til.
4 ,,Á leiðinni niður Skothúsveginn velti ég fyrir mér hvernig maður beri sig að við að
fá lánaðan veiðiriffil hjá nágranna sínum. Fær maður lánuð skotvopn eins og maður
fær lánaða framlengingarsnúru? Hvaða dýr veiðir maður í byrjun maí? […] Ekki
skýtur maður vorboðann ljúfa, fuglinn trúa sem fer, nýkominn til eyjunnar eða önd
sem liggur á eggi. […] Hvað skýtur maður í maí annað en sjálfan sig? Eða annan
homo sapiens?’’ (Ör, bls 18).