Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Page 192
SÁRSAukI SkÁlDSÖgu
189
(Ör, bls. 175). Í heimsmynd bókar eru ör hins vegar óhjákvæmileg og hluti
af mennskunni: ,,Vissirðu, […] að sums staðar í heiminum eru ör virðingartákn
og sá sem ber stórt og veglegt ör er manneskja sem hefur horfst í augu við villidýrið,
tekist á við hræðslu sína og lifað af?” (Ör, bls. 39). Sjálf hefur söguhetjan sjö ör
á líkamanum eða ,,nálægt meðaltali’’ venjulegs manns.5
Allir eru fæddir með eitt ör, sem er naflinn. Sjálfshjálparbækur vestur-
landa, iðnaður sem veltir tíu milljörðum dollara árlega í Bandaríkjunum,
snúast í grundvallaratriðum um það hvernig auka megi eigin hamingju.
Naflinn er í þeim skilningi miðpunktur alheimsins, samanber hugtakið
naflaskoðun (enska navel gazing). Enda þótt undirtónn skáldsögunnar felist
í innra ferðalagi, breytingu söguhetju í anda Bildungsroman, þá liggur leiðin
til hamingju í gegnum gæsku og að láta sig aðra varða. Sú vegferð snýst því
um að auka á hamingju annarra. Og bókin gengur að því leyti líka gegn
hugmyndafræði sjálfshjálparbóka að hún fjallar ekki um að finna sjálfan sig,
heldur þvert á móti um hæfileika mannsins til að breytast, að verða annar.
,,Í stað þess að hætta að vera til, getur þú hætt að vera þú og orðið annar,’’ segir
í skáldsögunni (Ör, bls. 86). Í því mengi er söguhetjan ,,breytilegt ástand’’
(Ör, bls. 151).
Í skáldsögunni er að finna þá hugmynd að á meðan hamingjunni svipi
saman, búi ávallt persónuleg saga að baki þjáningu og því sé sú saga áhuga-
verðari skáldsöguleg tilfinning. Í þeim skilningi er litróf óhamingju bæði
stærra og frumlegra en paletta hamingju. ,,Öll þjáning er einstök og ólík […]
og þess vegna er ekki hægt að bera hana saman. Hins vegar svipar hamingjunni
saman.’’ (Ör, bls. 150). Þróunarsaga sársauka eins manns er því jafnan stærri
saga en saga af hamingju.
Og þá að spurningunni hvernig miðlar höfundur sársauka og þjáningu
til lesanda? Einfaldasta svarið væri: með aðstoð ímyndunarafls og þess per-
sónulega frásagnarmáta sem kenndur er við stíl. Hið sama gildir raunar um
öll önnur viðfangsefni höfundar. Að segja sögu felur í sér að skipuleggja
óreiðu heimsins og gefa henni merkingu. Það felur líka – að minnsta kosti
hjá þeim höfundi sem hér talar – í sér að gefa því sem er smátt og hvers-
dagslegt ígildi einhvers stærra. Viðbótarspurning gæti verið hvort höfundur
þurfi sjálfur að vera þjáður (til að mynda axlarbrotinn) til að geta skrifað um
þjáningu? (Sú spurning er raunar efni í annan fyrirlestur).
5 Haustið 2015 skrifaði ég texta sýningarskár fyrir vatnslitasýningu Eddu Heiðrúnar
Backman í Norræna húsinu, Hörund sem stóð yfir 13.- 29.11. 2015. Viðfangsefnið
var líkamar sem báru ör, á marga þeirra vantaði líkamspart, svo sem brjóst, handlegg
eða fótlegg.