Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Page 193
AuðuR AVA ÓlAFSDÓTTIR
190
Viðfangsefnið, þjáning manns og heims, hafði sótt á mig í langan tíma
áður en ég hófst handa við að skrifa Ör. Það safnast saman sem maður veit.
Tilgangslaus þjáning og sársauki blasir daglega við í fréttaefni af stríðum og
átökum heimsins sem og fangamark vopnaframleiðenda á heimsmyndinni.
Ég hafði í gegnum tíðina horft á ógrynni bíómynda, séð fjölda heimilda-
mynda, lesið greinar í blöðum og tímaritum, skoðað ljósmyndir og lesið
skáldsögur sem fjölluðu um stríð og þjáningu.6 Ekki til að viða að mér efni í
skáldsögu, heldur einfaldlega með því að vera til – vera samtímamanneskja.
Stuttu áður en ég byrjaði að skrifa Ör, hafði ég af tilviljun dottið niður á við-
tal við bandarískan hermann sem hafði særst alvarlega í Afganistan og var
nýlega útskrifaður af sársaukameðferðarstofnun, svokallaðri pain clinic með
gríðarlegt magn af verkjalyfjum. Það sem eftir stóð af viðtalinu og átti eftir
að kjarnast í nokkrum spurningum um inntak karlmennsku í skáldsögunni,
var sú yfirlýsing hans að alveg síðan hann var lítill drengur hefði hann langað
til að drepa einhvern og að eina leiðin til að gera það löglega hefði verið að
ganga í herinn.7
um miðjan september 2015, eða um tveimur vikum eftir að ég axlar-
brotnaði – og þá nýbyrjuð á skáldsögunni – ferðaðist ég á bókmennta-
hátíðir til þriggja landa, m.a. á bókamessu í gautaborg. (Á ljósmyndum frá
hátíðunum má sjá höfundinn með handlegginn í fatla.) Ein af hátíðunum
var haldin í bænum Flensburg á landamærum Danmerkur og Þýskalands
og á leiðinni til baka á kastrup flugvöll eyddi ég heilum degi í lest sem var
troðfull af flóttamönnum frá Aleppo í Sýrlandi, á leið frá Þýskalandi til Sví-
þjóðar. Segja má að höfundi hafi verið farið ekki ósvipað og einni persónu
bókar hans sem lýsti þeirri örvæntingu að skilja ástandið en geta ekki breytt
því. (Ör, bls. 121).
Þegar ég á vormánuðum 2016 prentaði út fyrsta uppkast bókar um þján-
ingu (og breytti höfundi þar með í óbreyttan lesanda bókar), gerði ég upp-
6 Hluti þeirra bóka kemur fyrir í Ör. ,,Ég stend hjá bókaskápnum og renni auga
yfir skáldsögurnar: Stríð og friður eftir Tolstoj, Vopnin kvödd eftir Hemingway,
Erich Maria Remarque og Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum, Elie Wiesel og Nótt,
Tadeusz Borowski og Velkomin í gasið, herrar mínir og frúr, Val Soffíu eftir William
Styron, Örlögleysi eftir Imre kertész, Þrátt fyrir allt já við lífinu eftir Viktor Frankl,
Primo levi: Ef þetta er maður. Ég dreg ljóðabókina Dauðafúgu eftir Paul Celan út
úr hillunni og opna hana: við drekkum þig um nætur, við drekkum þig á daginn við
drekkum þig á kvöldin við drekkum og drekkum.’’ (Ör, bls. 24).
7 ,,Alveg frá því ég var strákur hefur mig langað til að drepa einhvern, […] Eina leiðin til
að gera það löglega var að ganga í herinn. Þegar ég var nítján ára rættist draumurinn.’’
(Ör, bls. 101-102).