Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Page 204
Á MIS VIð MÁLöRVun
201
miklum árangri og nýlegar rannsóknir bendi til þess að hann geti verið meiri
en áður var talið.4
Þekking á þroska sjónar og sjónskaða ef augun starfa ekki sem skyldi og
senda ekki næg sjónboð til heilans byggist meðal annars á margs konar rann-
sóknum á börnum og fullorðnum sem orðið hafa fyrir slíkum skaða. Ekki
þarf að koma á óvart að oft er markmið slíkra rannsókna að finna út að hve
miklu leyti hægt er að bæta sjónina.5 Ýmsar tilraunir hafa einnig verið gerðar
á dýrum, einkum köttum og öpum. Það gerðu ekki síst þeir David Hubel
og Torsten Wiesel sem fóru að vinna saman um 1960. Samstarf þeirra stóð
á þriðja áratug og færði þeim nóbelsverðlaun í læknisfræði árið 1981. Þeir
gerðu meðal annars tilraunir á kettlingum sem fólu í sér að saumað var fyrir
annað auga þeirra eða bæði og afleiðingarnar skoðaðar eftir að saumarnir
höfðu verið raktir upp. Í ljós kom að slík lokun auga eða augna á ákveðnu
tímabili hafði varanleg áhrif á sjón. Skaðinn var skeður.6
Skýringarinnar er að leita í svokölluðum markaldri sjónar (e. critical per-
iod). Ef allt er eðlilegt „lærir“ barn að sjá – augun nema sjónáreiti og senda
sjónboð til heilans sem öðlast sífellt meiri færni í að vinna úr þeim þar til
4 Sjá t.d. Dennis M. Levi, „Perceptual Learning in Adults with Amblyopia: A
Reevaluation of Critical Periods in Human Vision“, Developmental Psychobiology
46/2005, bls. 222–232; Mitchell M. Scheiman, Richard W. Hertle, Raymond T.
Kraker o.fl. (Pediatric Eye Disease Investigator Group), „Patching vs Atropine
to Treat Amblyopia in Children Aged 7 to 12 Years: A Randomized Trial“, Arch
Ophthalmol. 126: 12/2008, bls. 1634-1642; Jonathan M. Holmes og Michael P.
Clarke, „Amblyopia“, Lancet 367/2006, bls. 1343–1351.
5 Mai K. El Mallah, usha Chakravarthy og Patricia M. Hart, „Amblyopia: is visual
loss permanent?“ British Journal of Ophthalmology 84/2000, bls. 952–956; Ione Fine,
Alex R. Wade, Alyssa A. Brewer, Michael G. May, Daniel F. Goodman, Geoffrey
M. Boynton, Brian A. Wandell og Donald I. A. MacLeod, „Long-term deprivation
affects visual perception and cortex“, Nature Neuroscience 6: 9/2003, bls. 915–916;
Terri L. Lewis og Daphne Maurer, „Multiple Sensitive Periods in Human Visual
Development: Evidence from Visually Deprived Children“, bls. 163–183; Terri
L. Lewis og Daphne Maurer, „Effects of Early Pattern Deprivation on Visual
Development“, bls. 640–646.
6 Sjá Torsten n. Wiesel og David H. Hubel, „Effects of visual deprivation on
morphology and physiology of cells in the cat’s lateral geniculate body“, Journal
of Neurophysiology 26/1963, bls. 978–993; Torsten n. Wiesel og David H. Hubel,
„Single-cell responses in striate cortex of kittens deprived of vision in one eye“,
Journal of Neurophysiology 26/1963, bls. 1003–1017; Torsten n. Wiesel og David H.
Hubel, „Extent of recovery from the effects of visual deprivation in kittens“, Journal
of Neurophysiology 28/1965, bls. 1060–1072; David H. Hubel og Torsten n. Wiesel,
„The period of susceptibility to the physiological effects of unilateral eye closure in
kittens“, The Journal of Physiology 206/1970, bls. 419–436.