Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Qupperneq 207
MARGRÉT GuðMunDSDóTTIR
204
Markaldur
Eric H. Lenneberg útfærði tilgátuna um markaldur fyrir máltöku ítarlega
í bók sinni Biological Foundations of Language árið 1967. Hún er því iðulega
eignuð honum þó að Wilder Penfield og Lamar Roberts hafi verið fyrri
til að varpa henni fram14 og vissulega megi sjá grunnhugmyndina á sveimi
miklu fyrr.15 Lenneberg afmarkaði tímann út frá þroska heilans sem hann
taldi tilbúinn fyrir máltöku um tveggja ára aldur, héldi síðan áfram að mót-
ast allt til kynþroskaaldurs en þá minnkaði skyndilega sú hæfni hans. Hefði
málið ekki náð fullum þroska á þeim tíma sæti við svo búið, litlar breytingar
yrðu nema hvað varðar hljóðmyndun og orðaforða.16
Þó að þessi tilgáta sé um hálfrar aldar gömul og þekkingu manna á bæði
heilastarfsemi og máltöku hafi fleygt fram stendur hún enn fyrir sínu, að
minnsta kosti að hluta, og er fræðimönnum stöðugt rannsóknarefni. neðri
aldursmörkin, sem Lenneberg rökstuddi einkum með því að sérhæfing heila-
hvelanna, sem væru eins við fæðingu, tæki tvö ár og væri forsenda sjálfrar
máltökunnar, eru þó almennt ekki hluti af umræðunni um markaldur nú
til dags. Síðari tíma rannsóknir hafa enda sýnt að heilahvelin eru þegar við
fæðingu misnæm fyrir máláreiti17 og að máltakan hefst löngu áður en barnið
byrjar sjálft að tala, með þroskun talskynjunar og málskilnings.18
Á hinn bóginn benda ýmsar rannsóknir til þess að tilgáta Lennebergs um
efri aldursmörkin hafi ekki verið fjarri lagi. Þó hafa rannsóknir sýnt að tíma-
skeiðið fram að þessum mörkum sé ekki eitt og óskipt heldur geti dregið
úr ákveðinni hæfni eða jafnvel „lokast fyrir“ hana áður en unglingsaldri er
14 Sjá Wilder Penfield og Lamar Roberts, Speech and Brain Mechanisms, Princeton:
Princeton university Press, 1959.
15 Sbr. tilvitnun hjá Lucien Malson, Wolf Children and the Problem of Human Nature,
new York: Monthly Review Press, 1972, bls. 56; einnig Jean Itard, Mémoire et Rapport
sur Victor de l’Aveyron: Respectivement de 1801 et 1806, 2003, bls. 45. [netútgáfa af
skýrslum Jeans Itards eftir bókinni Les enfants Sauvages eftir Lucien Malson, útg.
2002. Bein slóð: http://dx.doi.org/doi:10.1522/cla.itj.rap.].
16 Eric H. Lenneberg, Biological Foundations of Language, new York: John Wiley og
Sons, 1967, bls. 158-159 og víðar; einnig Susan Curtiss, „The development of
human cerebral lateralization“, The Dual Brain, ritstj. D. Frank Benson og Eran
Zaidel, new York: The Guillford Press, 1985, bls. 97-116, hér bls. 98; Sigríður
Sigurjónsdóttir, „Máltaka barna og meðfæddur málhæfileiki“, 114-117.
17 Susan Curtiss, „The development of human cerebral lateralization“, bls. 100-102.
18 Jörgen Pind, „Málhljóð og mannshugur“, bls. 499–500.