Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Síða 211
MARGRÉT GuðMunDSDóTTIR
208
Marc-Gaspard Itard, var bjartsýnni og tókst á hendur að þjálfa Victor í sam-
skiptum við annað fólk, örva skynjun hans, tilfinningar og langanir og kenna
honum að tala.32 Þessu sinnti hann af bestu getu í fimm ár, 1801–1806. „Besta
geta“ felur þó óneitanlega í sér býsna harðneskjulegar aðferðir á mælikvarða
nútímans. um tíma á fyrsta ári þeirra saman gekk allt á afturfótunum. Victor
brást við sífelldum þrautunum sem Itard lagði fyrir hann af stjórnlausum
ofsa og henti bæði verkefnunum sjálfum og öðru nærtæku í gólfið. Itard
ákvað að reyna að ná tökum á honum með því að virkja óttann. Komið hafði
í ljós að Victor var mjög lofthræddur og eitt skiptið brást Itard við skapofsa-
kasti með því að verða sjálfur afar reiðilegur, neyða Victor að opnum glugga
á fimmtu hæð, halda honum hálfum út um gluggann og láta hann horfa til
jarðar. Victor varð fölur og sveittur, hann skalf og augun flutu í tárum. Itard
fylgdi honum að borðinu og lét hann tína upp úr gólfinu. Síðan henti Victor
sér í rúmið og brast í grát – í fyrsta sinn svo Itard vissi til.33 Þó að taka verði
tillit til þess að afstaða manna til barna og uppeldis var allt önnur en nú er
viðurkennd og hugmyndir þeirra um mannúð gjörólíkar er ekki úr vegi að
hafa aðferðirnar í huga þegar árangur af kennslu tungumálsins er skoðaður
– eða öllu heldur árangursleysi. Rétt er þó að geta þess að þetta atvik er það
grófasta sem Itard lýsir, þó að víðar glitti í hörkulegar aðferðir og raunar
talar hann af mikilli samhygð um drenginn.
Victor var með öllu mállaus í upphafi. Fyrsta stigið í kennslunni var að
þjálfa skynjun hans á mismunandi hljóðum og reyna í kjölfarið að fá hann til
að mynda málhljóðin og síðan orð. Það gekk hægt.34 Ítrekaðar tilraunir til að
fá Victor til að tengja orðið vatn (fr. eau) við fyrirbærið vatn og fá hann til að
mynda orðið mistókust. Þá voru gerðar tilraunir með mjólk (fr. lait) og eftir
fjögurra daga æfingar gerðist það ótrúlega: Victor sagði orðið. En Adam
var ekki lengi í Paradís. Markmið Itards var að Victor tengdi saman orð og
merkingu og þeir ættu síðan málleg samskipti sem fælust í því að Victor bæði
um mjólk og fengi. Fljótlega kom í ljós að þetta hafði ekki gerst, orðið var
ánægjuhljóð hjá Victori. Í kjölfarið bættust við nokkrir hljóðastrengir með
takmarkaða merkingu.35
Þessar lýsingar Itards gefa til kynna að Victor hafi verið mállaus í algerri
merkingu þess orðs, hann hafi ekki haft neina hugmynd um hvað mál er,
að í máli vísa tákn gerð úr hljóðum til tiltekinna fyrirbæra, eins og mjólkur.
32 Jean Itard, Mémoire et Rapport sur Victor de l’Aveyron, bls. 16.
33 Sama rit, bls. 40-41.
34 Sama rit, bls. 51-54.
35 Sama rit, bls. 32-34.