Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Side 226
Soffía Auður Birgisdóttir
„Tilfinningar eru eldsneyti fyrir hugmyndir“
Um skáldskaparheim
Elísabetar Kristínar Jökulsdóttur
Inngangur
Í maí á þessu ári eru þrír áratugir síðan Elísabet Kristín Jökulsdóttir sendi frá
sér fyrstu bók sína, Dans í lokuðu herbergi (1989), en útgefin verk hennar telja
nú 26 titla. Áður hafði hún birt ýmiss konar skáldskapartexta í blöðum og
tímaritum. Elísabet hefur sent frá sér átta ljóðabækur, sextán prósaverk, auk
þess sem tvö leikrit hennar hafa komið út á bók og enn fleiri verið sviðsett.
Þá hefur hún einnig gert útvarpsþætti, sett upp listsýningar, framið gjörn-
inga og í sumum bókum hennar er að finna hennar eigin teikningar. Elísabet
er sannkallaður fjöllistamaður.
Í þessari grein verður rýnt í höfundarverk Elísabetar og eru flest verk
hennar undir í þeirri rýni, þó ekki barnabækur og leikrit. Fræðimenn hafa lítt
sinnt skáldskap Elísabetar og hefur aðeins ein fræðigrein verið skrifuð um bók
eftir hana.1 Því verður hér í upphafi varið nokkru rými í að gera grein fyrir
höfundarverkinu, kynna helstu áherslur og aðferð Elísabetar. Í síðari hluta
greinarinnar verður rýnt sérstaklega í skáldskaparheim Elísabetar, hugað að
því hvernig hún notar tilfinningar sem „eldsneyti fyrir hugmyndir“, eins og
hún orðar það í tilvitnuninni sem ég hef gert að yfirskrift greinarinnar.2 Þá
verður dregið fram hvernig bæta má líkamanum við sem grundvallarviðmiði
1 Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og Guðrún Steinþórsdóttir, „„eða er það ástin sem
er að missa hárið“. Um ást, þrá og sársauka í bókinni Ástin ein taugahrúga – Enginn
dans við Ufsaklett eftir Elísabetu Jökulsdóttur“, Són, Tímarit um óðfræði 15/2017, bls.
63-80.
2 Elísabet Kristín Jökulsdóttir, „Stelpa með tilfinningar“, Galdrabók Ellu Stínu. Hjarta-
sögur, Reykjavík: Viti menn, 1993, bls. 62.
Ritið
1. tbl. 19. árg. 2019 (223–254)
Ritrýnd grein
© 2019 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.19.1.13
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).