Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Qupperneq 228
„TIlFInnInGaR ERU ElDSnEYTI FYRIR HUGmYnDIR“
225
Prósaverk Elísabetar tilheyra öllum bókmenntategundum, hún skrifar
nóvellur, smásögur, örsögur, barnasögur, skáldævisögu, auk sagna sem eru
sambland af öllu framannefndu. margir þessara texta eru sjálfsævisögulegir
líkt og einnig gildir um ljóðin, Elísabet hefur ekki farið leynt með þá stað-
reynd og notar gjarnan eiginnafn sitt í skáldskapartextum. Hið sjálfsævi-
sögulega „ég“ í textum hennar er þó vitaskuld bæði sviðsett og túlkað. Í
skáldævisögunni, Heilræði lásasmiðsins, þar sem Elísabet notar eiginnafn sitt,
skrifar hún: „Ég hef aldrei fyrren núna sagt sögu af sjálfri mér og þetta er
ekki einu sinni saga af mér.“5 Þessi þversögn breytir því ekki að víða gefur
hún færi á sjálfsævisögulegum lestri með vísunum í reynslu bæði bernsku-
og fullorðinsára sinna og hér staðfestir hún það sem áður var áréttað, að um
sviðsett sjálf er að ræða. Segja má að Heilræði lásasmiðsins sé grundvallartexti
í þeirri greiningu sem hér fer á eftir því í bókinni koma saman flestir þeir
þræðir sem Elísabet spinnur í sínum skáldskaparvef. Jafnvel mætti tala um
bókina sem nokkurs konar lykil að höfundarverkinu.
Þótt sú sálræna skoðun og greining sem á sér stað í skrifum Elísabetar
eigi rætur í hennar eigin lífi væri rangt að afgreiða skrif hennar sem einungis
persónuleg. Elísabet leikur sér víða meðvitað á mörkum lífs og listar. Það má
til dæmis sjá í ljóðabókinni Dauðinn í veiðarfæraskúrnum (2018) þar sem hún
gerir grín að þeim sem krefjast hreins „sannleika“. Í bókinni eru þrjár raddir
sem tala: „ég“, „dóttirin“ og „frúin á neðri hæðinni“. Bókinni lýkur á frásögn
sem ber titilinn: „Frúin á neðri hæðinni leysir frá skjóðunni“, sem reyndar er
einnig undirtitill bókarinnar. Þar eru sviðsett réttarhöld yfir einni af rödd-
um frásagnarinnar: „mætt er til yfirheyrslu Frúin á neðri hæðinni“. Þegar
yfirheyrslan virðist ætla að fara úr böndunum er vitnið áminnt um að segja
sannleikann: „Áminnt um sannsögli hver hún sé, skálduð eða raunveruleg
hlær frúin tröllslega, gamla spurningin, spyrjið nýrri spurninga, þetta er
einsog venjulega, hvað ef hún er bæði [...]“.6 Taka má fram að „Frúin á neðri
hæðinni“ var nokkurs konar hliðarsjálf Jóhönnu Kristjónsdóttur, móður
Elísabetar; tilbúin persóna sem kom oft við sögu á Facebook-síðu Jóhönnu.
ljóðabókin er ort í minningu Jóhönnu sem lést sama ár og bókin kom út.
allar átta ljóðabækur Elísabetar einkennast af hnitmiðaðri þematískri
byggingu. Í þeirri fyrstu, Dans í lokuðu herbergi, er ort um rætur sálrænna erf-
iðleika í barnæsku. Í Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig (1995)
5 Elísabet Jökulsdóttir, Heilræði lásasmiðsins, Reykjavík: JPV, 2007, bls. 27. Framvegis
verður vísað í þessa bók með blaðsíðutölum innan sviga í meginmáli, í aðrar bækur
Elísabetar verður vísað neðanmáls.
6 Elísabet Jökulsdóttir, Dauðinn í veiðarfæraskúrnum. Frúin á neðri hæðinni leysir frá
skjóðunni, Reykjavík: Viti menn, 2017, bls. 47.