Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Síða 243
SOFFÍa aUðUR BIRGISDóTTIR
240
leika og sýndu þá.
En ég var alltaf að hugsa um hvort ég væri nógu mikil kona og
spyrja konuna í mér að hinu og þessu, hvort ég ætti að hreyfa mig
svona eða segja þetta. (162)
með því að vísa í „hart“ og „mjúkt“ og „svokallaða karlmannlega eigin-
leika“ sýnir Elísabet að erfitt er að losna undan aldagömlum hugmyndum
og staðalmyndum. En hún tekst hinsvegar ítrekað á við slíkar hugmyndir og
dregur margoft upp háðslegar myndir af ‚kveneðlinu‘. Í örsögunni „Kona
sem breytti sér í konu“ fær hugmyndin um ‚alvörukonuna‘ hárbeitta með-
ferð:
Einu sinni var kona sem fannst hún ekki líta út einsog kona svo
hún reyndi að breyta sér í konu og þetta sagði hún mér í fyllsta
trúnaði: Fyrst keypti ég mér gervineglur, háhælaskó, perlufestar,
varalit, gerviaugnhár, andlitspúður, hárlakk, brjóstapúða, hliðar-
tösku, bleikt mínipils og netsokkabuxur. Þegar ég var búin að hafa
mig til og gáði í spegil, svona til öryggis, leit ég út einsog klæð-
skiptingur eða frumstæður þjóðflokkur og þá var mér bent á konu
sem stundaði handayfirlagningar og hún sagði mér að þetta kæmi
að innan: Kvenleikinn. En þér að segja, bætti hún við og lækkaði
róminn, þá hef ég alltaf verið hrædd við það sem er fyrir innan,
maður veit aldrei hvað kann að leynast þar.35
Hér er kvenleikinn settur fram sem gjörningur byggður á gervi og minnir
á kenningar bandaríska heimspekingsins Judith Butler um að hvort tveggja
kyn (e. sex) og kyngervi (e. gender) séu tilbúningur. Samkvæmt Butler eru
allar hugmyndir um ‚alvörukonur‘ samfélagslegur tilbúningur því líffræði-
lega kynið er ekki síður en kyngervið gjörningur sem við fremjum í sífellu.36
Sérlega athyglisverð er samlíking Elísabetar á ‚alvörukonu‘ – sem er í raun
gervi – við klæðskipting. Fátt bendir á eins afgerandi hátt á gervimennsku
‚kvenleika‘ og ‚karlmennsku‘ og klæðskiptingar, sem og sá gjörningur sem
felst í drag-sýningum hinsegin fólks. Á þetta benti róttæki femínistinn Kate
35 Lúðrasveit Ellu Stínu, Reykjavík: mál og menning, bls. 11.
36 Um þetta fjallar Judith Butler í eftirfarandi verkum: Gender Trouble. Feminism and
the Subversion of Identity, new York: Routledge, 1990, Bodies That Matter. On the
Discursive Limits of Sex, new York: Routledge, 1993, og Undoing Gender, new York:
Routledge, 2004.