Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Page 250
„TIlFInnInGaR ERU ElDSnEYTI FYRIR HUGmYnDIR“
247
málinu sem var upphaf okkar allra“.53 með því að ganga út frá „öðru vísi
reynslu kvenna og kvenlíkamanum (margræðum, margbrotnum, djúpum,
opnum, flæðandi) er síðan búin til útópía, eins konar óður til konunnar og
máls hennar, tjáningar sem gæti byggst á öðrum lögmálum, annarri reynslu
og hagsmunum en miðleitin, rökföst orðræða feðraveldisins“.54 Slíka „kven-
lega“ tjáningu kallar Cixous „écriture féminine“ eða „kvenlega skrift“ og
tákngerir það þannig að konur eigi að skrifa með „hvítu bleki“ og vísar þar
til móðurmjólkurinnar.55
Hér skal því ekki haldið fram að skrif Elísabetar einkennist fyrst og
fremst af því ‚kvenlega‘ flæði sem Hélène Cixous kallar eftir – þótt færa
mætti rök að því í tilviki ljóðagerðarinnar – en hitt er ljóst að í skrifunum
reynir Elísabet að mola niður veggi í margs konar skilningi, persónulegum
og samfélagslegum. Og um líkamlegar rætur skáldskaparins eru þær Cixous
á sama máli eins og skýrt kemur fram í einu ljóða Elísabetar:
Elsku jörð.
nú veit ég
hvað var svona
sorglegt.
að vera.
Svo ég fór
en ég er komin.
Til að vera.
Og þá heyri ég hljóð
og heyri að þetta muni vera
53 Dagný Kristjánsdóttir, „Kvennamál og kvennamenning. af nýjum kvennarann-
sóknum í bókmenntum“, Tímarit Máls og menningar, 43: 1/1986, bls. 73-89, hér bls.
82.
54 Dagný Kristjánsdóttir, „Kvennamál og kvennamenning“, bls. 82.
55 Hélène Cixous, „The laugh of the medusa“, ensk þýðing Keith Cohen & Paula
Cohen, Signs, 1: 4, Summer, 1976, bls. 875-893, hér bls. 881. Það er mikilvægt að
átta sig á að Cixous er að tala um ákveðna aðferð í skrifum fremur en kyn rithöf-
undarins. Karlhöfundar geta beitt „kvenlegri skrift“ (hún nefnir t.d. Jean Genet) og
kvenhöfundar beita margir „orðræðu feðraveldisins“, en að mati Cixous eiga þær
að reyna að forðast það til að verða ekki fórnarlömb hefðar og endurtekninga. Irma
Erlingsdóttir hefur fjallað um hugtak Cixous um kvenleg skrif í greininni „lesin:
epli og kynjamunur. Um kynjafúgur Hélène Cixous“ í greinasafninu Flögð og fögur
skinn, ritstjóri Jón Proppé, Reykjavík: Íslenska menningarsamsteypan art.is, 1998,
bls. 147-151.