Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 261
HJALTI HUGASOn
258
svæðum annars staðar í danska ríkinu hafi verið áþekk og hér. Í greininni er
aftur á móti ekki gert ráð fyrir sérstökum breytingum hér sem rekja megi
til þjóðernis- eða sjálfsvitundar Íslendinga, sérstakrar fastheldni þeirra við
miðaldakaþólsku eða annarra ástæðna sem líta má á sem hugrænar.
Hvað eru lúthersk áhrif?
Til að mögulegt sé að fullyrða að eitthvert fyrirbæri, breyting eða nýjung,
stafi af lútherskum áhrifum verður frá sögulegu sjónarhorni að vera hægt
að sýna fram á að bein og merkingarbær tengsl séu milli þess og lúthersku
siðbótarinnar. Í því sambandi nægir á hinn bóginn ekki að mögulegt sé að
benda á beinar eða óbeinar samsvaranir, hliðstæður eða líkindi milli guð-
fræðilegra hugmynda siðbótarmannsins og þeirra félags- og/eða menning-
arlegu fyrirbæra sem til umfjöllunar eru hverju sinni.
Í þessari grein er litið svo á að til þess að raunhæft sé að ræða um áhrif
Lúthers, lúthersk áhrif eða áhrif siðbótarinnar þurfi að vera unnt að færa fyrir
því rök að siðbótin hafi verið nauðsynleg forsenda þeirra breytinga og/eða
nýjunga sem um ræðir. Með nauðsynlegri forsendu er svo átt við að mögu-
legt sé að sýna fram á að breytingin hefði ekki orðið án lúthersku siðbótar-
innar.10 Hér skal þó ítrekað að oft hlýtur að vera um matsatriði að ræða hvort
þetta skilyrði sé uppfyllt eða ekki. Þessi afmörkun leysir því ekki allan vanda
þegar rekja skal áhrif siðbótarinnar.
Af framangreindri afmörkun leiðir að eðlilegt er að líta svo á að áhrif
siðbótarinnar hafi komið fram fljótlega í kjölfar hennar eða a.m.k. á því
tímabili sem nokkuð ótvírætt má kalla lútherskt. Hér lauk því í trúarréttar-
legum skilningi þegar grunnur var lagður að trúfrelsi og þar með fjölhyggju
í trúarefnum með stjórnarskránni 1874.11 óvissa eykst þegar spurt er hvort
lenskt þjóðlíf: Erindi flutt á ráðstefnu um Martein Lúther, er haldin var 4. nóvember 1983
í tilefni þess að 500 ár voru liðin frá fæðingu hans, ritstj. Gunnar Kristjánsson o.a.,
Reykjavík: Skálholt, Hið íslenska Lúthersfélag, 1989, bls. 173–191, hér bls. 174.
10 Sjá Rolf Torstendahl, Introduktion till historieforskningen: Historia som vetenskap, 2.
útg., Stokkhólmi: natur och kultur, 1978, bls. 159–177.
11 Ekki er að efa að íslenskt samfélag og menning reis um langt skeið undir því að geta
talist lúthersk. Hér verður ekki úr því skorið hvenær hið lútherska skeið í sögu okkar
byrjaði. Lútherska tímabilinu lauk heldur ekki alfarið 1874 heldur hófst þá lokaskeið
þess í skjóli trúfrelsisins. Hér er ekki dregið í efa að íslenska þjóðkirkjan uppfyllir
enn þá stjórnarskrárbundnu skyldu sína að vera evangelísk-lúthersk. Frekar orkar
tvímælis hvort mögulegt sé að líta svo á að áhrifa Lúthers gæti í einhverjum mæli í
samfélagi og menningu okkar á líðandi stundu. Sé svo er flókið að greina í hverju
„hið lútherska“ sé þá fólgið. Sjá Hjalti Hugason, „Hvenær urðum við lúthersk og
hvenær hættum við að vera það? Leit að viðmiðum í siðaskiptasögu Íslendinga“,