Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 266
ÁHRIF SIðBóTARInnAR Á ÍSLAnDI
263
Loks leggur hún áherslu á þau neikvæðu félags- og menningarlegu áhrif sem
leitt hafi af lokun klaustranna (sjá síðari grein) og siðbótinni almennt.
Áþekk alhæfing og fram kemur í Aldasöngs-syndróminu en undir gagn-
stæðum formerkjum skýtur oft upp kollinum þegar guðfræðingar freista
þess að meta áhrif Lúthers. Hallast þeir oft að því að rekja megi flesta já-
kvæða þætti nútímavæðingar til áhrifa siðbótarinnar (sjá síðar). Hér verður
þess freistað að takast á við báðar þessar alhæfingar og draga upp fíngerðari
mynd af áhrifum Lúthers og siðbótar hans.
Hvar er áhrifa Lúthers að leita? — Tvær atrennur
Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til að afmarka, einangra og greina áhrif
Lúthers og/eða siðbótar hans hér á landi nú síðast í tilefni 500 ára afmælis-
ins.31 Guðfræðistofnun Háskóla Íslands efndi t.a.m. til þverfræðilegs rann-
sóknarverkefnis undir heitinu Siðaskipti í sögu og samtíð. Þverfræðilegt rann-
sóknarverkefni um áhrif siðaskiptanna á íslenska kristni, samfélag og menningu.32
Verkefninu lauk með útgáfu ritgerðasafns, Áhrif Lúthers: Siðaskipti, samfélag
og menning í 500 ár. Út úr uppbyggingu ritsins má lesa að aðstandendum
þess hafi einkum þótt raunhæft að leita lútherskra siðbótaráhrifa hér á sviði
1) samfélags og almenningsfræðslu, 2) þýðinga og útgáfu, 3) kirkjubygg-
inga og búnaðar, 4) hugarfars og menningar, 5) stöðu kvenna og 6) lúth-
erskrar guðfræði í sögu og samtíð.33 Í ritinu er hins vegar ekki gerð tilraun
til að draga upp samstæðilega heildarmynd af áhrifum Lúthers hér í bráð
eða lengd enda er það langt frá því að vera einfalt þegar gætt skal strangaka-
demískra sjónarmiða. Hér verður tekið nokkurt mið af þessu mati á áhrifa-
sviðum og fengist við viðfangsefni af sumum þeirra án þess að fjallað verði
um öll þemun sem þarna koma við sögu.
Mat á áhrifum siðbótarinnar er áhugavert viðfangsefni út frá ýmsum
öðrum sjónarhólum en hinum fræðilega. Er þar ekki síst um sjónarhorn
lútherskrar kirkju á 21. öld að ræða. Hún, þ.á m. íslenska þjóðkirkjan, er í
Klausturhald á Íslandi í fimm aldir, Reykjavík: Sögufélag, Þjóðminjasafn Íslands,
2017, bls. 479.
31 Af eldri tilraunum í þessa veru skal bent á: Lúther og íslenskt þjóðlíf: Erindi flutt á
ráðstefnu um Martein Lúther, er haldin var 4. nóvember 1983 í tilefni þess að 500 ár
voru liðin frá fæðingu hans, ritstj. Gunnar Kristjánsson o.a., Reykjavík: Skálholt, Hið
íslenska Lúthersfélag, 1989.
32 Sjá heimasíðu verkefnisins: 2017.is.
33 Áhrif Lúthers: Siðaskipti, samfélag og menning í 500 ár, ritstj. Hjalti Hugason o.a.
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2017, bls. 5–6 (efnisyfirlit).