Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 267
HJALTI HUGASOn
264
sérstökum skilningi vörsluaðili hins lútherska arfs. Hún á einnig ýmissa hags-
muna að gæta þegar kemur að túlkun og mati á áhrifum Lúthers og sið-
bótar hans. Það er því áhugavert að greina hvaða skilningur ríkir um þessi
efni á kirkjulegum vettvangi. Í tilefni af 500 ára afmæli Wittenberg-gjörnings
Lúthers tók Karl Sigurbjörnsson biskup saman ritið Lúther: Ævi — áhrif —
arfleifð sem gefið var út af bókaútgáfu þjóðkirkjunnar. Hlýtur að mega líta svo
á að þar komi fram kirkjulegt mat á áhrifunum sem nokkur samstaða ríki um.
Ritinu lýkur með kaflanum „Fingraför Lúthers í hversdeginum“ þar sem
höfundurinn lætur þess getið að ótalmargt í „[…] hversdagslífi okkar […]“
eigi rætur að rekja til Lúthers.34 Þar með beinir höfundur athyglinni að því
ögrandi viðfangsefni að greina áhrif Lúthers og siðbótarinnar í samtímanum.
Skýrustu „fingraför“ Lúthers telur Karl vera að finna í túlkun okkar á
hvað kristindómurinn sé en hún hvíli á enduruppgötvun hans „[…] á hinum
náðuga og frelsandi Guði, sem hvert og eitt okkar stendur andspænis“.35
Bendir Karl á að samkvæmt kenningum Lúthers séu allir menn jafnir frammi
fyrir Guði óháð stétt, stöðu og skoðunum. Í þessum trúarlega mannskilningi
Lúthers telur Karl vera að finna „[…] frjókorn jafnréttishugsjónar og lýð-
ræðis Vesturlanda“.36
Þá telur Karl að við eigum Lúther að þakka þá aðgreiningu trúar og
ríkisvalds sem einkennt hefur Vesturlönd á síðari öldum.37 Þessa tvískiptingu
telur hann vera afleiðingu af svokallaðri tveggja ríkja kenningu sem leidd
hefur verið út af ritum Lúthers og hann telur að hafi reynst „[…] virkt mót-
eitur gegn hvers kyns guðveldistilburðum kirkjunnar og tilkalli ríkisins til
yfirráða yfir trú og samvisku þegna sinna“.38
34 Karl Sigurbjörnsson, Lúther: Ævi — áhrif — arfleifð, [Reykjavík]: Skálholtsútgáfan,
[2017], bls. 86.
35 Sama rit, bls. 87.
36 Sama rit, bls. 87.
37 Sama rit, bls. 86. Sjá og Björn Björnsson, „Um hjúskaparmál í lútherskum sið“,
Lúther og íslenskt þjóðlíf: Erindi flutt á ráðstefnu um Martein Lúther, er haldin var 4.
nóvember 1983 í tilefni þess að 500 ár voru liðin frá fæðingu hans, ritstj. Gunnar Krist-
jánsson o.a., Reykjavík: Skálholt, Hið íslenska Lúthersfélag, 1989, bls. 141–152, hér
bls. 141–142, 151–152.
38 Karl Sigurbjörnsson, Lúther, bls. 86. Sjá og Heimir Steinsson, „Samfélagsáhrif
siðbótarinnar“, Lúther og íslenskt þjóðlíf: Erindi flutt á ráðstefnu um Martein Lúth-
er, er haldin var 4. nóvember 1983 í tilefni þess að 500 ár voru liðin frá fæðingu hans,
ritstj. Gunnar Kristjánsson o.a., Reykjavík: Skálholt, Hið íslenska Lúthersfélag,
1989, bls. 103–117, hér bls. 107–110. Sjá Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Öreigar og
umrenningar: Um fátækraframfærslu á síðmiðöldum og hrun hennar“, Saga XLI:
2/2003, bls. 91–126, hér bls. 122.