Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Page 269
HJALTI HUGASOn
266
við afmörkun „lútherskra áhrifa“ í þessari grein jafngildir þessi túlkun að
lútherska siðbótin sé nauðsynleg forsenda þeirra þátta nútímavæðingarinnar
sem hér voru taldir. Sú túlkun þarf vissulega athugunar við og verður frekar
vikið að ýmsum þáttum hennar síðar.
Riti Karls Sigurbjörnssonar um Lúther er sýnilega ekki ætlað að vera
strangfræðilegt heldur er markmið þess að gefa yfirlit yfir sögu Lúthers og
samtíma hans út frá þeirri grundvallarafstöðu að þetta efni eigi erindi við
almenna lesendur í nútímanum. Áþekkt mat á áhrifum siðbótarinnar kemur
þó einnig fram í viðamesta fræðiritinu sem kom út hér á landi í tengslum við
nýafstaðið siðbótarár, þ.e. Marteinn Lúther: Svipmyndir úr siðbótarsögu eftir
dr. Gunnar Kristjánsson.45 Gunnar bendir á að siðbótartíminn hafi verið
talinn með þýðingarmestu og jafnframt mest heillandi tímabilunum í þýskri
sögu og honum verið líkt við skeið byltingarinnar í franskri sögu. Jafnframt
bendir hann á að Lúther sé talinn sá Þjóðverji sem markað hafi dýpst spor í
veraldarsögunni „[…] á undan og ásamt […]“ Karli Marx og megi sjá áhrif
hans á sviði menningar, mennta, myndlistar, mannlífs, atvinnulífs og hins
pólitíska landslags álfunnar.46 M.a. álítur Gunnar að með hugmyndum sínum
um almennan prestdóm hafi Lúther sett fram „[…] róttæka kenningu um
almennt lýðræði […]“ er vísað hafi fram til upplýsingarinnar og nútímans.47
Hann bendir og á að margir hafi litið svo á að grunninn að hinu norræna
velferðarsamfélagi megi rekja til starfs siðbótarmanna.48 Þess skal getið að
í þessu sambandi fjallar Gunnar um þróunina á kjarnasvæði siðbótarinnar
en bendir á að áhrifin hafi borist um víða veröld.49 Gunnar víkur þó einn-
ig að áhrifum siðbótarinnar á Íslandi. Telur hann að með starfi ungra sið-
bótarmanna hér hafi nýtt tímabil hafist í íslensku samfélagi, þar sem fátt var
undan skilið. Þá hafi borist hingað ný áhersla „[…] á menntun alþýðunnar,
á skóla og heimilisguðrækni, […]“.50 Loks gerir Gunnar ráð fyrir miklum
áhrifum siðbótarinnar á stjórnskipan og stjórnsýslu í landinu er valdið hafi
umskiptum í þjóðlífinu en fjallar þó ekki um þá hlið. Mest telur Gunnar að
áhrifin hafi þó vissulega verið á trúarmenninguna.51
45 Gunnar Kristjánsson, Marteinn Lúther: Svipmyndir úr siðbótarsögu.
46 Sama rit, bls. 13, 393.
47 Sama rit, bls. 393.
48 Sama rit, bls. 401–402.
49 Sama rit, bls. 402.
50 Sama rit, bls. 357, sjá og 358.
51 Sama rit, bls. 358–359.