Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Qupperneq 276
ÁHRIF SIðBóTARInnAR Á ÍSLAnDI
273
langtímaþróun en skyndileg bylting hefur sem sé umtalsverð festa ríkt í guð-
rækninni. Mikilvæg breyting hefur þó falist í að siðbótarmenn höfnuðu dýr-
lingum sem meðalgöngurum Guðs og manna sem mögulegt var að ákalla og
vænta hjálpar af hvort sem um stundlega erfiðleika eða sáluhjálp fólks var að
ræða. Áfram mátti þó líta á dýrlinga sem fyrirmyndir í staðfastri trú. Þessi
endurskoðun hefur vissulega ekki aðeins haft áhrif á trúarskoðanir heldur
einnig trúariðkun og umhverfi hennar (sjá síðar). Svo föstum fótum sem
dýrkun dýrlinga hefur ugglaust staðið hér á miðöldum eins og annars staðar
má þó ætla að brotthvarf þeirra hafi orðið á tímabili sem spannaði einhverjar
kynslóðir og því fremur verið hluti af siðbreytingunni en siðbótinni eða siða-
skiptunum sem slíkum. Afstaða kirkjumanna til dýrlinga var einnig mishörð
og fór einnig eftir því hvaða dýrlingar áttu í hlut. Postular, guðspjallamenn
og María guðsmóðir stóðu best af sér breytinguna vegna tengsla sinna við
Krist. Í því sambandi má t.d. benda á Maríukveðskap Brynjólfs Sveinssonar
(1605–1675) en í biskupshring hans var einnig greipt mynd af Maríu með
barnið.76
Raskaðist guðþjónusturýmið?
Hluti af því viðhorfi sem hér er nefnt Aldasöngs-syndrómið er sú skoðun
að mikil röskun hafi orðið á guðsþjónusturými kirkjunnar í kjölfar siðbót-
arinnar, þ.e. á kirkjuhúsunum og innanbúnaði þeirra. Þannig hefur verið
ályktað að við siðaskipti hafi fjöldi kirkjugripa frá miðöldum glatast, líkneski
og myndir verið fjarlægð úr kirkjum og þeim fargað auk þess sem helgigripir
úr góðmálmum hafi verið fluttir úr landi.77 nokkurs endurmats hefur þó
gætt í þessu efni á síðari árum.78
Siðbótin kippti ekki aðeins grundvelli undan dýrlingadýrkuninni. Sama
máli gegndi um sálumessur og aðrar einkamessur sem sungnar voru ein-
76 Einar Sigurbjörnsson, „Ad beatam virginem“, Brynjólfur biskup: Kirkjuhöfðingi,
fræðimaður og skáld: Safn ritgerða í tilefni af 400 ára afmæli Brynjólfs Sveinssonar 14.
september 2005, ritstj. Jón Pálsson o.a., Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2006, bls. 64–77.
Sigrún Á. Eiríksdóttir, „Ad beatam virginem VII, nokkrar hugleiðingar“, Brynjólfur
biskup: Kirkjuhöfðingi, fræðimaður og skáld: Safn ritgerða í tilefni af 400 ára afmæli
Brynjólfs Sveinssonar 14. september 2005, ritstj. Jón Pálsson o.a., Reykjavík: Háskóla-
útgáfan, 2006, bls. 78–89. Sjá og Guðrún nordal, „Á mörkum tveggja tíma“, bls.
223–225.
77 Þetta viðhorf kom glöggt fram í tímamótaverki Björns Th. Björnssonar listfræðings
um íslenska myndlist á 19. og 20. öld. Sjá Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist, bls.
7–11.
78 Þóra Kristjánsdóttir, Mynd á þili: Íslenskir myndlistarmenn á 16., 17. og 18. öld, Reykja-
vík: Þjóðminjasafn Íslands, JPV útgáfa, 2005, bls. 9, 15–17.