Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 280
ÁHRIF SIðBóTARInnAR Á ÍSLAnDI
277
heyrðu undir þau. Einn mælikvarðinn er fjöldi vígðs klausturfólks, munka,
kanúka og nunna í klaustrunum hverju sinni. Sá mælikvarði hentar vel þegar
meta skal áhrif þeirra sem trúarlegra stofnana í þröngum skilningi. Mælt
á þann kvarða voru íslensku klaustrin fámenn og sköpuðu aðeins svigrúm
fyrir örfáa einstaklinga til að velja annað lífsform en það sem stóð til boða í
hinu veraldlega samfélagi. Undir lok klausturtímans mun vígt klausturfólk
í Skálholtsbiskupsdæmi hafa verið tæplega tuttugu. Af þeim sökum m.a. má
ætla að klaustrin hafi helst nýst fólki af æðri stigum í þessu efni. Einkanlega
gegndi þessu máli um nunnuklaustrin þar sem þau voru aðeins tvö hvort í
sínu biskupsdæmi.90
Klaustrin gegndu margháttuðum félags- og menningarlegum hlutverkum
auk hins trúarlega. Má þar m.a. nefna bókmenntastarfsemi, handritagerð og
þýðingar en einnig sagnaritun og frumsamningu rita af öðru tagi. Lengi var
þetta einmitt talið helsta framlag íslensku klaustranna. Þá má einnig benda
á listiðnað ekki síst til kirkjulegra þarfa auk þeirra líknarstarfa (diakoniu)
og lækninga sem þar hafa vafalítið verið stundaðar. Brotthvarf klaustranna
hafði því víðtæk áhrif þótt þau hafi ekki verið fjölmenn hvað vígt klaustur-
fólk áhrærði.91 Samfélagið hefur beitt ýmsum ráðum til að fylla í þau skörð
sem hvarf klaustranna olli. Biskupsstólar, auðug prestsetur og síðar spítalar
hafa tekið við einhverjum af hlutverkum þeirra. Svo kom ný stofnun til sög-
unnar, lútherska prestsheimilið sem axlaði margháttuð félagsleg hlutverk.
Loks hefur Loftur Guttormsson bent á að klaustrin hafi líklega áfram gegnt
markverðu hlutverki sem mennta- og menningarsetur eftir siðaskipti. Þau
urðu sum hver mikilvægir kirkjustaðir í lútherskum sið. Þá fyrirskipaði kon-
ungur 1575 að djáknar skyldu vera á öllum klaustrum í Hólabiskupsdæmi.
Áætlaði Loftur að þriðjungur verðandi presta hafi verið djáknar einhvern
tíma áður en þeir tóku vígslu og að djáknastöðurnar hafi þar með haft mikla
þýðingu fyrir prestsmenntun í biskupsdæminu. Sambærileg skipan komst
ekki á í Skálholtsbiskupsdæmi fyrr en 1744 og þá vegna áhrifa píetismans.
Gat Loftur sér til að þessi munur á biskupsdæmunum tveimur gæti skýrt
90 Loftur Guttormsson, „Var sögu íslensku klaustranna lokið með siðaskiptum?“,
bls. 159. Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Samfélagshlutverk Skriðuklausturs“, Skriðu-
klaustur evrópskt miðaldaklaustur í Fljótsdal: Greinasafn, ritstj. Hrafnkell Lárusson
o.a., Skriðuklaustri: Gunnarsstofnun, 2008, bls. 51–61. Vilborg Auður Ísleifsdóttir,
Byltingin að ofan, bls. 97–103. Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Öreigar og umrenn-
ingar“, bls. 113–117.
91 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Samfélagshlutverk Skriðuklausturs“, bls. 51–61. Vil-
borg Auður Ísleifsdóttir, Byltingin að ofan, bls. 97–103. Vilborg Auður Ísleifsdóttir,
„Öreigar og umrenningar“, bls. 113–117.