Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Side 294
„YFRIN TóL / FÚTÚR góL“
291
sé full þörf á að hugað sé að flóknu samspili tungumáls og líkama. Meðal
rannsókna sem aukið hafa skilning á því eru þær sem gerðar hafa verið á To-
urette-röskuninni en hún einkennist eins og kunnugt er af ósjálfráðum við-
brögðum ýmsum, t.d. endurtekningum jafnt hljóða sem orða, vöðvakippum
og bölvi. Og það eru ekki síst tengsl sem menn hafa þóst sjá með Tourette og
ljóðlist sem ég ætla að ræða hér, með hliðsjón af vísu úr gísla sögu. Ég fjalla
fyrst stuttlega um Tourette, afstöðu lækna til þess á nítjándu og tuttugustu
öld og ræði skrif fræðimanna um sameinkenni þess og ljóðlistar. Þá vík ég
að hvernig slík skrif geta nýst bókmenntafræðingum, greini vísu gísla og
leitast við að sýna að ástæða sé til að huga að fleiru en bragreglum þegar hún
á í hlut. Því næst velti ég fyrir mér hvernig ég kysi að fást við ljóð Dags nú,
miðað við hvernig líkaminn kann að móta vitsmunina, en tek að endingu
saman fáein atriði.
Fáein orð um Tourette
Þekktasta dæmið um Tourette í sögu læknavísindanna mun snúast um gamla
konu á 19. öld, markgreifaynju de Dampierre, sem átti það til í miðjum sam-
ræðum að bölva eða hrópa ókvæðisorð, ósjálfrátt og tilefnislaust. Árið 1825
sagði læknirinn Itard frá þessum einkennum hennar.7 Nokkrum áratugum
seinna varð hún fyrsta dæmið af níu sem annar læknir, georges gilles de
la Tourette, tiltók í grein þar sem hann lýsti því fyrirbæri sem við hann er
kennt.8 Hann varð þó í reynd ekki fyrstur til að gera einkennum Tourette-
röskunarinnar skil. Það var enn einn læknirinn, Trousseau árið 1873 og því
hefur verið haldið fram að lýsing hans standi nær nútímaskilningi en lýsing
starfsbróður hans sem gerði m.a. ráð fyrir að úrkynjun kynni að vera einn
orsakavaldurinn. 9
gilles de la Tourettes kallaði Tourette „La maladie des tics convulsifs“
eða „Sjúkdóm kippa og kækja“ en það er fyrst og fremst lýsing hans á ein-
7 Howard I. Kushner, A Cursing Brain: The Histories of Tourette Syndrome, Cambridge
Mass. og London: Harvard University Press, 1999, bls. 10.
8 george gilles de la Tourette, „etude sur une affection nerveuse caracterisee par
de l’incoordination motrice accompagnee d’echolalie et de coprolalie“, Archives de
Neurologie 9/1885: 158–200.
9 Hugh Rickards, Ian Woolf og andrea eugenio Cavanna, „‘‘Trousseau’s Disease:’’ a
Description of the gilles de la Tourette Syndrome 12 Years Before 1885“, Historical
Review 14/2010, bls. 2285–2289, um mismunandi skilning Trousseaus og gilles de
la Tourettes, sjá bls. 2287–2288.