Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Page 297
BeRgLjóT SOFFÍa KRISTjÁNSDóTTIR
294
þess að neðanbarkarsvæðin voru lengi vel ekki talin tengjast máli, heldur
fyrst og fremst hreyfivirkni, frumeðlishvötum og geðshræringum, meðan
börkurinn og nýbörkurinn, ekki síst svæðin sem kennd eru við Broca og
Wernicke voru tengd máli og afstrakt hugsun. Ýmsir hafa reyndar skrifað
almennt um hugsanleg tengsl heilabotnskjarna og tungumáls.17
Meðal þeirra sem fjallað hafa um Tourette eru bókmenntafræðingarnir
David B. Morris – sem talinn er í hópi áhrifaríkra höfunda sem ritað hafa
um alvarleg veikindi síðustu áratugi18 – og Ronald Schleifer sem fengist
hefur lengi við læknahugvísindi í samstarfi við jerry B. Vannatta, prófessor
í læknisfræði við Háskóla Oklahomaborgar. Morris fjallar t.d. um Tourette-
röskunina í bókinni Illness and Culture in Postmodern Age. Þar gerir hann ráð
fyrir að orðakækir hennar séu tengdir svæðum undir heilaberkinum, nánar
tiltekið „neðanbarkar-formgerðum sem leyfi þeim að velta út óbeðnum
eins og veini eða ópi“;19 hann nefnir líka sérstaklega að séu ákveðnir hlutar
stúkunnar örvaðir, gefi menn frá sér eins atkvæðis óp og upphrópanir sem
taugafræðingurinn georges Schaltenbrand hafi talið tjá undrun, ótta eða
sársauka.20 en Morris er þó sannfærður um að mennskt mál eigi upptök sín
í heilaberkinum og segir m.a.: „Mennskt mál er gagnólíkt ópum dýra í þeim
skilningi að það sprettur upp á allt öðru svæði heilans.“21
Þremur árum eftir að bók Morris kemur út, fer Ronald Schleifer nokkuð
aðra leið í grein um Tourette, tungumál, taugalíffræði og ljóðlist og ítrekar
þá afstöðu sem þar birtist heldur seinna í bókinni Intangible Materialism.22
17 Sjá t.d. Philip Lieberman, Human Language and Our Reptilian Brain, bls. 82–91 (t.d)
og james R. Booth o.fl., „The role of the basal ganglia and cerebellum in language
processing”, Brain research 2007, bls. 136-144.
18 Sjá t.d. David Robert Whitsitt, „Illness and Meaning: a Review of Select Writings“,
Journal of Humanistic Psychology 1/2010, bls. 108–131, hér bls. 108.
19 David Morris, Illness and Culture in Postmodern Age, Berkeley: University of Ca-
lifornia Press, 2000 [1998], bls. 170. Á ensku hljóða orð hans svo: […] subcortical
structures that permit them to tumble out unbidden, like a shout or cry.
20 Sama rit, bls. 174.
21 Sama stað. Á ensku segir: Human speech differs fundamentally from animal cries in
the sense that it proceeds from an entirely different region of the brain.
22 Ronald Schleifer, „The Poetics of Tourette Syndrome: Language, Neurobiology,
and Poetry“, New Literary History 3/2001, bls. 563–584; sami, Intangible Material-
ism, bls. 71–96. Bókarkaflinn er nokkuð samhljóða greininni en þó aukinn; í honum
vísar Schleifer til að mynda til Stevens Mithen um þróun tungumáls með/í gegnum
tónlist (bls. 72). Ég held mig frekast við greinina hér en hún hefur verið kölluð
tímamótaverk, sbr. Bent Sørensen, „Tourette in Fiction: Lethem, Lefcourt, Hecht,
Rubio, Byalick“, sótt 19. október 2018 af http://www.clas.ufl.edu/ipsa/2005/proc/
Soerenso.pdf.