Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Qupperneq 300
„YFRIN TóL / FÚTÚR góL“
297
listaverki og þá í samræmi við hvernig fyrr hefur verið brugðist við eldri
listaverkum.32 Ribeiro telur að ætlunin skipti líka miklu þegar ljóðlist á í
hlut og færir rök fyrir því að sameinkenni hennar frá öndverðu sé sú ætlan
manna að nota endurtekningar. Hún tilgreinir endurtekningarskemu allt frá
hrynjandi til stílbragða og vísar í máli sínu jafnt til ezra Pounds og módern-
ista, sem og til ólæsra brasilískra trúbadúra. Skrif hennar urðu til þess að ég
fór að hugleiða annars vegar þá ætlan manna að fella kveðskap að tiltekinni
sögu með endurtekningum og hins vegar uppruna ósjálfráðra málkækja –
echolalia og palilalia – tourettsins. eða með öðrum orðum, ég tók að velta
fyrir mér eftirfarandi atriði: ef rekja má ósjálfráðar mál- og ekki síst hljóð-
endurtekningar þeirra sem hafa Tourette til ágalla í heilabotnskjörnum; ef
endurtekningar ljóðlistar eiga sér sumpart líka rætur í frumstæðum svæðum
heilans, má þá vera að menn hafi of oft haft hugann við bragfræðireglur
einar og ætlan skálda þegar þeir gerðu grein fyrir ljóðum, í stað þess að velta
líka fyrir sér ómeðvituðum viðbrögðum þeirra? geta tilfinningar og geðs-
hræringar valdið því að hljóðendurtekningar komi ómeðvitað fram á varir
skálda? Slíkar spurningar fengu seinna byr undir báða vængi hjá mér, þegar
ég las umfjöllun Ulriku Maude um bókmenntir og taugafræði þar sem hún
ræðir meðal annars um Beckett og áhuga hans á Tourette – en útleggur líka
tiltekin orð Henris Bergsons um heilabilun:
tungumál […] getur með öðrum orðum orkað sem einber sjálf-
virkni […], tungumálið virðist oft tala sjálft fremur en hugverundin
sem sýnir og aðhefst.33
Um svipað leyti og ég las Maude varð á vegi mínum bókarkafli Blakey Ver-
meule um „hið nýja ómeðvitaða“ – en þau orð eru höfð um ýmsar fræði-
legar athuganir síðustu áratuga á ómeðvituðu hugarstarfi, athuganir sem eru
í andstöðu við kenningar Freuds.34 Hið nýja ómeðvitaða hefur verið skil-
32 jerrold Levinson, „Refining art Historically“, bls. 21.
33 Ulrika Maude, „Literature and neurology“, The Cambridge Companion to the Body
in Literature, ritstj. David Hillman og Ulrika Maude, New York: Cambridge Uni-
versity Press, 2015, bls. 197–213, hér bls. 209. – Á ensku segir: „Language, too, in
other words, can function as mere automatism, something that brings us to one of
the central preoccupations of Beckett’s work, namely, that language, rather than
performing subjectivity, often seems to speak itself.” Tekið skal fram að hugmyndina
um sjálfvirkni má rekja allt til miðrar 19. aldar, sbr. joost Haan o. fl. „Neurology and
surrealism: andré Breton and joseph Babinski”, Brain 135/2012, bls. 3830–3838,
hér bls. 3832.
34 Blakey Vermeule, „The New Unconscious: a Literary guided Tour”, The Oxford