Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Side 303
BeRgLjóT SOFFÍa KRISTjÁNSDóTTIR
300
hefðbundna brags, sjálft mynstur hans, raskast um stund sem bendir til að
hið ómeðvitaða komi við sögu.
Nú segir eflaust einhver að þessi útlegging feli í sér að maður trúi því
að gísla saga sé sannferðug lýsing á því sem kom fyrir manninn – ekki per-
sónuna eða mannlíkið – gísla Súrsson í raunheimum, mörgum öldum áður
en saga hans var felld á skinn. Svarið er: ekki er það gefið. Það má eins vel
hugsa sér að þessi vísa sé yngri, frá Sturlunga öld eða seinna en tengist mar-
tröðum einhvers þess sem var á flótta og var í draumförum sínum hrakinn af
sektarkennd. Vísan vitni þá um sambærilega reynslu og persónan gísli á að
baki í sögunni og því sé hún lögð honum í munn. annar hugsanlegur mögu-
leiki er að sá sem setti saman söguna hafi haft svo auðugt ímyndunarafl og
fundið til slíkrar samlíðunar með sögupersónu sinni að hann hafi ort vísuna
í orðastað hennar. Og þá er gott að hafa í huga það sem kallað hefur verið
„Tálsýnin um frjálsan vilja“ (e. The Illusion of Independent Agency) sem snýst
um persónur sem höfundar skapa og tengsl þeirra við þær.42 Í ljós kemur að
persónur verða oft svo „lifandi“ fyrir sjónum skapara sinna að þær öðlast
nánast sjálfstæða tilvist, lifa með höfundunum, tala við þá og segja þeim
jafnvel söguna sem þeir eru að semja.43 Slíka reynslu höfunda má tengja hug-
myndum um hvernig þeir leitast við að miðla samlíðan, t.d. með eintölum
persóna og þá orkar „höfundurinn“ í hlutverki gísla að kveða vísuna allt
annað en ósannfærandi.44
einhverjir munu eflaust líka benda á að skáld nýti sér óspart vísvitandi
tiltekin hljóð í ljóðum sínum eða yrki heilu erindin svo að hljómurinn þjóni
efninu. Síst neita ég því, hef enda óspart haldið að nemendum mínum
skáldum sem eru meistarar í slíkri iðju, svo sem einari Benediktssyni (t.d.
„Hvarf séra Odds frá Miklabæ“), Snorra Hjartarsyni (t.d. „Í Úlfdölum“) og
guðrúnu Hannesdóttur (t.d. „Dynur kattarins“). Ég neita því ekki heldur
að stundum komi upp í hefðbundnum skáldskap ýmis hljómtengsl önnur
en rím sem ekki sé ástæða til að ræða sérstaklega. en runhenda gísla með
hrynjandi dróttkvæðis sker sig úr öðrum vísum hans vegna ríms og hljóm-
tengsla, sem orka beinlínis ágeng á heyrn og tilfinningar – ég les vísuna
42 Marjorie Taylor, Sara D. Hodges og adèle Kohányi, „The illusion of independent
agency: Do adult fiction writers experience their characters as having minds of their
own?“ Imagination, Cognition and Personality 4/2002–2003, bls. 361–380. Ég þakka
guðrúnu Steinþórsdóttur fyrir að hafa bent mér á þessa grein.
43 Sama rit, bls. 363–365.
44 Suzanne Keen, Empathy and the Novel, Oxford og New York: Oxford University
Press, 2007, bls. 96–97.