Úrval - 01.01.1964, Qupperneq 91
HJÁLPARSTARF FYRIR VANSKÖPUÐ.. .
97
geti gengið. Hún kjagar áfram,
og stóllinn hreyfist með smá-
rykkjum. Það er eins og hún
gangi sitjandi.
„Ég lærði þetta, þegar ég var
smástelpa,“ sagði hún brosandi.
í fyrsta skipti sem ég skjögr-
aði að matarborðinu, fékk
mamma næstum því lijartaslag.
Það leið ekki á löngu, áður en
ég' fór að borða sjátf. Ég liafði
gert tilraunir með teygju i
laumi, og þegar ég smokraði
skeiðarskaftinu undir hana og
byrjaði að borða súpuna mina,
klöppuðu allir við borðið.“
Denise hefur kennt fjöldanum
öllum af vansköpuðu fólki list-
ir sínar. Hún hefur farið á
heimili víðs vegar um Frakldand
og oft dvalizt heila viku til þess
að kenna einhverju barni að
,,ganga“ í stól, skrifa eða nota
gaffal.
„Þau eru fljót að læra af mér,“
segir liún. „Það tekur þau ekki
svipstund að smeygja á sig
gúmmíteygju til að halda tann-
bursta eða greiðu, en það tekur
þau lengri tíma að læra að láta
kaffibolla hvila á öðrum hand-
leggnum og drekka úr bollanum
án þeás að nokkur dropi fari
til spillis.“
Þetta sá ég Denise Legrix
gera. Handleggsstúfurinn var
grafkyrr, þegar hún hallaði
bollanum með munninum, drakk
úr honum smásopa og lagði
síðan bollan frá sér á undir-
skálina. Reynið að láta bolla
halda jafnvægi á handleggnum
ef þið lialdið að þetta sé auð-
velt. Þetta gerði ég þegar ég
kom heim og hafði ekki annað
upp úr því en brotinn bolla og
undirskál og kaffi yfir alla
blússuna mína.
Denise fer í kirkju í Place
D’Italie hverfinu í Parisarl>org.
„Síðan ég gekk fyrst til altaris,"
segir hún, „hef ég alltaf verið
þess meðvitandi, að Guð fylg-
ist með mér.“
Hún hefur aldrei lært að mála,
en þegar hún var tvítug, var hún
orðinn svo fær, að hún var ráð-
in í fjölleikahús. Þarna teikn-
aði hún og seldi myndir sínar
jafnóðum og varð von bráðar
fræg undir nafninu „Litla
handalausa listakonan.“
Það er nafn þessarar konu,
sem stofnunin nýja mun bera.
„Draumur minn“ sagði hún eitt
sinn við mig, „er að vinna á
barnaheimili, en ekki spítala
fyriú vansköpuð börn.“
V V
Kurteisi er sú list að geta valið úr hugsunum sínum.