Norðurljósið - 01.01.1976, Page 60

Norðurljósið - 01.01.1976, Page 60
60 NORÐURLJÓSIÐ IMokkrir kaflar úr 5. 5. ’55 Eftir Maurice Smith. Úr formála höfundar: Frá æsku hefi ég aldrei getað umflúið þessa spurningu: „Hvers vegna er ég hér?“ Svarið hefir birt mér margs konar reynsla, sem oft hefir verið talsvert byltingakennd. Vinir mínir nokkrir hafa hvatt mig til að birta sumt, sem hefir verið örlagaríkast, til þess að aðrir gætu haft gagn af því. Þessi afhjúpun einka- lífs míns getur snortið þann óþægilega, sem les þetta. En hún er nauðsynleg, til þess að öðrum verði ljóst, að hálfur sigur er unninn í vandamáli, sé það dregið fram í dagsljósið. Ónákvæm skoðun yfirborðsins hjálpar engum . . . í eðli sínu er þetta bók um reynslu mína . . . Þeim, sem les, getur fundist, að hér sé drepið á deiluefni. En það verður að skiljast, að ég staðhæfi ekki, að ég hafi náð til endimarka hugs- unarinnar ... — Maurice Smith. 1. kafli. Fæðingarvottorð. Móðir mín og faðir voru miklu eldri en ég og miklu eldri en foreldrar vina minna. Ég vissi þetta alltaf, en þetta stendur ljós- lifandi fyrir mér vegna nokkurra atvika. Það bar til dag einn, er ég var tíu eða ellefu ára, að faðir minn reiddist mér út af einhverju og hrópaði: ,,Þú hefir okkur ekki alltaf hér til að leiðbeina þér!“ Ég særðist af þessum orðum. Og jafnvel enn í dag get ég fundið sársaukann innra með mér. Mundu þau fara að deyja? Yrði ég bráðum aleinn? Hvernig ætti ég að lifa án þeirra? Ég átti engin systkini, og skyndilega varð ég mjög einmana. Einhvern veginn fann ég alltaf til öryggis- leysis á þessum bernskuárum mínum. Ég man, hvað ég var hræddur við aðra í skólanum, þótt ég bæri það ekki utan á mér. Pabbi hafði verið hnefaleikamaður á yngri árum og óttaðist engan. „Því þyngri sem þeir eru, því þyngra verður fall þeirra,“ voru hans einkunnarorð. Síðar bar svo til, að ég var að tala við foringja í hernum. Þá var ég orðinn undirforingi í flokki foringjaefna. Þá var ég sextán eða sautján ára og röddin eins og þokulúður. Þá bar svo til, að yfirforingi spurði mig, hvort ég hefði nokkuru sinni íhugað, hvers vegna foreldrar mínir væru svo miklu eldri en ég.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.