Norðurljósið - 01.01.1976, Side 60
60
NORÐURLJÓSIÐ
IMokkrir kaflar úr 5. 5. ’55
Eftir Maurice Smith.
Úr formála höfundar:
Frá æsku hefi ég aldrei getað umflúið þessa spurningu: „Hvers
vegna er ég hér?“ Svarið hefir birt mér margs konar reynsla,
sem oft hefir verið talsvert byltingakennd. Vinir mínir nokkrir
hafa hvatt mig til að birta sumt, sem hefir verið örlagaríkast,
til þess að aðrir gætu haft gagn af því. Þessi afhjúpun einka-
lífs míns getur snortið þann óþægilega, sem les þetta. En hún
er nauðsynleg, til þess að öðrum verði ljóst, að hálfur sigur er
unninn í vandamáli, sé það dregið fram í dagsljósið. Ónákvæm
skoðun yfirborðsins hjálpar engum . . .
í eðli sínu er þetta bók um reynslu mína . . . Þeim, sem les,
getur fundist, að hér sé drepið á deiluefni. En það verður að
skiljast, að ég staðhæfi ekki, að ég hafi náð til endimarka hugs-
unarinnar ... — Maurice Smith.
1. kafli. Fæðingarvottorð.
Móðir mín og faðir voru miklu eldri en ég og miklu eldri en
foreldrar vina minna. Ég vissi þetta alltaf, en þetta stendur ljós-
lifandi fyrir mér vegna nokkurra atvika.
Það bar til dag einn, er ég var tíu eða ellefu ára, að faðir
minn reiddist mér út af einhverju og hrópaði: ,,Þú hefir okkur
ekki alltaf hér til að leiðbeina þér!“ Ég særðist af þessum orðum.
Og jafnvel enn í dag get ég fundið sársaukann innra með mér.
Mundu þau fara að deyja? Yrði ég bráðum aleinn? Hvernig ætti
ég að lifa án þeirra? Ég átti engin systkini, og skyndilega varð
ég mjög einmana. Einhvern veginn fann ég alltaf til öryggis-
leysis á þessum bernskuárum mínum. Ég man, hvað ég var
hræddur við aðra í skólanum, þótt ég bæri það ekki utan á mér.
Pabbi hafði verið hnefaleikamaður á yngri árum og óttaðist
engan. „Því þyngri sem þeir eru, því þyngra verður fall þeirra,“
voru hans einkunnarorð.
Síðar bar svo til, að ég var að tala við foringja í hernum. Þá
var ég orðinn undirforingi í flokki foringjaefna. Þá var ég
sextán eða sautján ára og röddin eins og þokulúður. Þá bar svo
til, að yfirforingi spurði mig, hvort ég hefði nokkuru sinni
íhugað, hvers vegna foreldrar mínir væru svo miklu eldri en ég.