Norðurljósið - 01.01.1976, Qupperneq 107
NORÐURLJÓSIÐ
107
Var hann nærri því sannfærður? Enginn getur svarað því.
Þótt hann hlífði vini sínum, hélt hann áfram að trufla aðra
ræðumenn og lýsti yfir, að hann væri vantrúarmaður. Hann
hafði enga sönnun fyrir því, að Guð væri til. Hann barðist
fyrir stefnu sinni og lýsti yfir, að hann væri ekki hræddur við
að deyja í sinni trú.
Það var einmitt í þessu efni, sem Bill ögraði Guði. Hann sagði
við trúboðann, vin sinn: „Þegar kemur að því, að ég deyi, þá
ætla ég að senda eftir yður, hr. Lane og hr. Fuller, og þið skuluð
sjá, hvernig guðleysingi getur dáið.“ í þessu fór hinn ,heiðarlegi
efamaður' of langt. Guð hafði með þolinmæði umborið hann um
margra ára skeið. En hann, hann einn, ræður þeim kringum-
stæðum, hvernig líf mannsins endar.
Þetta voru mestu mistök Bills. Dag nokkurn var hann á leið
heim frá Tower hæðinni á reiðhjóli sínu. Hann datt af því og
var tekinn upp andvana. Hann lá aldrei á banasæng. Því að
biblían segir: „Sá, sem oftlega hefir ávítaður verið, en þver-
skallast þó, mun skyndilega sundurmolaður verða og engin lækn-
ing fást.“
En mesta glappaskot Bills getur þó orðið blessun, ef það talar
til þín með alvöru rómi og kemur þér til að snúa þér til Krists
og hjálpræðis hans án tafar. (Þýtt úr Emergency Post).
Frjáls að lokum.
Einn af bestu vinum mínum er fallegur hundur, sem er kall-
aður Jock. í fyrstunni var hann trylltur af fjöri og vildi þjóta í
burtu. Ég hefði aldrei séð hann aftur, hefði ég ekki sett hann
undir lögmál. Ég keypti sterkan hálskraga og hlekkjafesti við.
Jock lærði brátt að þekkja mig. Er hann hafði verið með mér
í nokkrar vikur, fór ég út með hann. Hann rétti upp hausinn
eins og vant var, til þess að hálskraginn yrði settur á hann ásamt
festinni. En ég sagði: „Nei, Jock, aldrei framar festina.“
Ég opnaði hurðina, og í fyrsta skipti stökk hann frjáls út.
Hann þaut á brott, eins og ég ætti aldrei að sjá hann framar.
En þá fór annað lögmál, sem hann vissi ekki af, að verka. Hann
kom skokkandi aftur til að fara út á göngu með mér. Því að
lögmál frelsisins er lögmál kærleikans. (Þýtt úr Emergency Post).
Þetta minnir á það, sem lögmál ísraels talar um í 2. Mós. 21.,
er það talar um hebreska þrælinn. Hann hafði selt sig með þeim
skilmálum, að hann yrði frjáls eftir sex ár. Á sjöunda árinu
skyldi hann verða frjáls. En á þessum tíma hafði húsbóndi hans